Vantar þrjá milljarða í rekstur Landspítalans Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2017 17:58 Stjórnendur Landsspítalans telja spítalann þurfa þrjá milljarða króna til viðbótar við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að ná að halda sjó á næsta ári. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir stjórnarflokkana á harðahlaupum frá sjö vikna gömlum kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að áætlað væri að auka framlög til heilbrigðismála á næsta ári um tuttugu og einn milljarð. Fjárlaganefnd Alþingis fer nú yfir frumvarpið og er áætlað að nefndin ljúki afgreiði það til annarrar umræðu á morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir að flokkur hans muni leggja fram margar breytingar á frumvarpinu. „Já, sérstaklega í ljósi þess að við erum að fá mjög neikvæðar umsagnir frá hagsmunaaðilum hvað þetta frumvarp varðar. Bara í morgun vorum við að fá forstjóra Landspítalans sem er að kalla eftir verulegu fjármagni bara til að halda sjó.“Hvað telur spítalinn að hann þurfi til viðbótar?„Hann þarf tæpa þrjá milljarða bara til að halda sjó. Þannig að allt tal um að hér sé hafin einhver stórsókn í innviðauppbyggingu er bara blekkingarleikur. Þjóðin hefur verið að kalla eftir auknum fjármunum ekki síst í heilbrigðismálum og við í Samfylkingunni viljum standa við þau loforð sem nú ekki eldri en sjö vikna gömul. En stjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá sínum eigin loforðum,“ segir Ágúst Ólafur. Forstöðumenn annarra heilbrigðisstofnana hafa tekið í sama streng á fundum fjárlaganefndar. „Við fáum sömuleiðis skilaboð um að öryrkjar eru óánægðir, eldri borgarar eru óánægðir. Það er engin viðbót í barnabætur, engin viðbót í vaxtabætur, engar viðbætur í íbúðamálin. Svona mætti lengi telja. Þannig að þetta frumvarp kallar að okkar mati á talsverðar breytingatillögur vegna þess að þetta eru ekkert nema vinstrisvik,“ segir Ágúst Ólafur. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fulltrúar eldri borgara og öryrkja kæmi á fund fjárlaganefndar seinnipartinn í dag en nefndin hefur fundað frá því klukkan hálf níu í morgun. Í hádeginu fundaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis síðan með þingflokksformönnum til að reyna að leggja línurnar um þingstörfin fram að áramótum. Ágúst Ólafur vonast til að verulegar breytingar náist fram á fjárlagafrumvarpinu. Hægt sé að fjármagna aukin útgjöld með því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá auknar tekjur af erlendum ferðamönnum. Í öðru lagi væri hægt að hækka kolefnisgjald eins og til stóð. Tekjutengdur auðlegðarskattur er hugmynd sem við viljum hafa á borðinu. Það væri hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Allir flokkar voru sammála um að hægt væri að fá auknar arðgreiðslur úr bönkunum. Auðlindagjöld er eitthvað sem alltaf þyrfti að koma til skoðunar; að auka arð þjóðarinnar af hennar eigin auðlind. Þannig að það eru margar leiðir til að tryggja hér traustan tekjugrunn fyrir ríkissjóð án þess að skattar á venjulegt fólk séu hækkaðir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Fjárlög Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Stjórnendur Landsspítalans telja spítalann þurfa þrjá milljarða króna til viðbótar við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að ná að halda sjó á næsta ári. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir stjórnarflokkana á harðahlaupum frá sjö vikna gömlum kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að áætlað væri að auka framlög til heilbrigðismála á næsta ári um tuttugu og einn milljarð. Fjárlaganefnd Alþingis fer nú yfir frumvarpið og er áætlað að nefndin ljúki afgreiði það til annarrar umræðu á morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir að flokkur hans muni leggja fram margar breytingar á frumvarpinu. „Já, sérstaklega í ljósi þess að við erum að fá mjög neikvæðar umsagnir frá hagsmunaaðilum hvað þetta frumvarp varðar. Bara í morgun vorum við að fá forstjóra Landspítalans sem er að kalla eftir verulegu fjármagni bara til að halda sjó.“Hvað telur spítalinn að hann þurfi til viðbótar?„Hann þarf tæpa þrjá milljarða bara til að halda sjó. Þannig að allt tal um að hér sé hafin einhver stórsókn í innviðauppbyggingu er bara blekkingarleikur. Þjóðin hefur verið að kalla eftir auknum fjármunum ekki síst í heilbrigðismálum og við í Samfylkingunni viljum standa við þau loforð sem nú ekki eldri en sjö vikna gömul. En stjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá sínum eigin loforðum,“ segir Ágúst Ólafur. Forstöðumenn annarra heilbrigðisstofnana hafa tekið í sama streng á fundum fjárlaganefndar. „Við fáum sömuleiðis skilaboð um að öryrkjar eru óánægðir, eldri borgarar eru óánægðir. Það er engin viðbót í barnabætur, engin viðbót í vaxtabætur, engar viðbætur í íbúðamálin. Svona mætti lengi telja. Þannig að þetta frumvarp kallar að okkar mati á talsverðar breytingatillögur vegna þess að þetta eru ekkert nema vinstrisvik,“ segir Ágúst Ólafur. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fulltrúar eldri borgara og öryrkja kæmi á fund fjárlaganefndar seinnipartinn í dag en nefndin hefur fundað frá því klukkan hálf níu í morgun. Í hádeginu fundaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis síðan með þingflokksformönnum til að reyna að leggja línurnar um þingstörfin fram að áramótum. Ágúst Ólafur vonast til að verulegar breytingar náist fram á fjárlagafrumvarpinu. Hægt sé að fjármagna aukin útgjöld með því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá auknar tekjur af erlendum ferðamönnum. Í öðru lagi væri hægt að hækka kolefnisgjald eins og til stóð. Tekjutengdur auðlegðarskattur er hugmynd sem við viljum hafa á borðinu. Það væri hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Allir flokkar voru sammála um að hægt væri að fá auknar arðgreiðslur úr bönkunum. Auðlindagjöld er eitthvað sem alltaf þyrfti að koma til skoðunar; að auka arð þjóðarinnar af hennar eigin auðlind. Þannig að það eru margar leiðir til að tryggja hér traustan tekjugrunn fyrir ríkissjóð án þess að skattar á venjulegt fólk séu hækkaðir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fjárlög Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent