Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2017 14:06 Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, var ómyrkur í máli á fréttamannafundi í dag. Vísir/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áminnti í dag pólsk stjórnvöld fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps stjórnarinnar sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. Svo virðist sem að framkvæmdastjórn ESB hafi misst þolinmæðina gagnvart íhaldsstjórninni sem er við völd í Póllandi og telur óhæði dómstóla í hættu með frumvarpinu. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir það miður að framkvæmdastjórnin hafi þurft að grípa til þessara aðgerða en að ekkert annað hafi verið í stöðunni. Málið snúi að einingu sambandsins.Ungverjar á bremsunni Til að hægt yrði að refsa Pólverjum með því að beita 7. grein Lissabon-sáttmálans og svipta Pólverjum atkvæðisrétti í ráðherraráðinu, hefði þurft til samhljóða ákvörðun allra aðildarríkja, að Pólverjum frátöldum. Stjórnvöld í Ungverjalandi eru hins vegar ekki sammála mati framkvæmdastjórnarinnar og gengur hún því ekki lengra en að segja að það sé „skýr hætta“ á að Pólverjar brjóti gegn grunngildum sambandsins um lýðræði.Án fordæmis Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin beitir því ráði að áminna aðildarríki með þessum hætti og undir þessum kringumstæðum. Framkvæmdastjórnin hefur veitt pólskum stjórnvöldum þrjá mánuði til að gera breytingar á frumvarpi sínu og hefur forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki sagst reiðubúinn að eiga samtal við framkvæmdastjórnina.Með frest til 5. janúar Póllandsstjórn hefur áður sagt nauðsynlegt að staðfesta frumvarpið þar sem dómstólar landsins starfi ekki með skilvirkum hætti og þörf sé á umbótum. Andrzej Duda Póllandsforseti hefur frest til 5. janúar næstkomandi til að ákveða hvort hann staðfesti lögin eða beiti neitunarvaldi sínu. Evrópusambandið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áminnti í dag pólsk stjórnvöld fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps stjórnarinnar sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. Svo virðist sem að framkvæmdastjórn ESB hafi misst þolinmæðina gagnvart íhaldsstjórninni sem er við völd í Póllandi og telur óhæði dómstóla í hættu með frumvarpinu. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir það miður að framkvæmdastjórnin hafi þurft að grípa til þessara aðgerða en að ekkert annað hafi verið í stöðunni. Málið snúi að einingu sambandsins.Ungverjar á bremsunni Til að hægt yrði að refsa Pólverjum með því að beita 7. grein Lissabon-sáttmálans og svipta Pólverjum atkvæðisrétti í ráðherraráðinu, hefði þurft til samhljóða ákvörðun allra aðildarríkja, að Pólverjum frátöldum. Stjórnvöld í Ungverjalandi eru hins vegar ekki sammála mati framkvæmdastjórnarinnar og gengur hún því ekki lengra en að segja að það sé „skýr hætta“ á að Pólverjar brjóti gegn grunngildum sambandsins um lýðræði.Án fordæmis Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin beitir því ráði að áminna aðildarríki með þessum hætti og undir þessum kringumstæðum. Framkvæmdastjórnin hefur veitt pólskum stjórnvöldum þrjá mánuði til að gera breytingar á frumvarpi sínu og hefur forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki sagst reiðubúinn að eiga samtal við framkvæmdastjórnina.Með frest til 5. janúar Póllandsstjórn hefur áður sagt nauðsynlegt að staðfesta frumvarpið þar sem dómstólar landsins starfi ekki með skilvirkum hætti og þörf sé á umbótum. Andrzej Duda Póllandsforseti hefur frest til 5. janúar næstkomandi til að ákveða hvort hann staðfesti lögin eða beiti neitunarvaldi sínu.
Evrópusambandið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira