Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 15:30 Till er hér að lumbra á Cowboy Cerrone í Póllandi. vísir/getty Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. Gunnar tjáði íþróttadeild á dögunum að hann hefði síðan ekkert heyrt meira frá Till og gerði ekki ráð fyrir því að það yrði af bardaganum. Það er svo ekki að heyra á Till í dag að hugur hans sé við bardaga gegn Gunnari. Till lýsti því yfir fyrir helgina að hann vildi ólmur mæta Mike Perry en sér það ekki gerast þar sem Perry tapaði fyrir augnpotaranum Santiago Ponzinibbio um síðustu helgi. Perry fékk að kenna á puttunum á Ponzinibbio en þó ekki í sama mæli og Gunnar fékk að reyna í Glasgow. Till segist nú vera spenntastur fyrir því að mæta undradrengnum Stephen Thompson eða Kamaru Usman. „Ég væri til í að berjast við Thompson en held að pabbi hans leyfi honum ekki að berjast við mig. Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að forðast mig,“ segir Till. „Hann vill komast aftur í titilbardaga en hefur þegar tapað tveimur titilbardögum. Nú vill hann mæta RDA [Rafael dos Anjos] og veit að hann mun hafa betur. Hann ætti samt að berjast við mig því það yrði frábær bardagi. Ég veit að ég gæti rotað hann.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. Gunnar tjáði íþróttadeild á dögunum að hann hefði síðan ekkert heyrt meira frá Till og gerði ekki ráð fyrir því að það yrði af bardaganum. Það er svo ekki að heyra á Till í dag að hugur hans sé við bardaga gegn Gunnari. Till lýsti því yfir fyrir helgina að hann vildi ólmur mæta Mike Perry en sér það ekki gerast þar sem Perry tapaði fyrir augnpotaranum Santiago Ponzinibbio um síðustu helgi. Perry fékk að kenna á puttunum á Ponzinibbio en þó ekki í sama mæli og Gunnar fékk að reyna í Glasgow. Till segist nú vera spenntastur fyrir því að mæta undradrengnum Stephen Thompson eða Kamaru Usman. „Ég væri til í að berjast við Thompson en held að pabbi hans leyfi honum ekki að berjast við mig. Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að forðast mig,“ segir Till. „Hann vill komast aftur í titilbardaga en hefur þegar tapað tveimur titilbardögum. Nú vill hann mæta RDA [Rafael dos Anjos] og veit að hann mun hafa betur. Hann ætti samt að berjast við mig því það yrði frábær bardagi. Ég veit að ég gæti rotað hann.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12
Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00