Loksins berst Khabib aftur Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. desember 2017 15:45 Khabib í hans síðasta bardaga gegn Michael Johnson. Vísir/Getty Einn besti léttvigtarmaður heims, Khabib Nurmagomedov, snýr loksins aftur í búrið í nótt á UFC 219. Khabib mætir þá Edson Barboza í einum mest spennandi bardaga kvöldsins. Khabib Nurmagomedov er 24-0 á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Að margra mati er hann besti léttvigtarmaður heims þrátt fyrir að hafa aldrei barist um titil í UFC. Því er engum öðrum að kenna nema Khabib sjálfum. Khabib hefur nefnilega ítrekað glímt við meiðsli og lítið barist undanfarin þrjú ár. Hann barðist einn bardaga 2014, ekkert 2015, tvo bardaga 2016 og berst sinn fyrsta bardaga á þessu ári á næstsíðasta degi ársins. Khabib átti að berjast í mars á þessu ári en var sendur á sjúkrahús sólarhring fyrir bardagann þar sem hann var í vandræðum með niðurskurðinn. Þrátt fyrir allt vesenið í kringum hann á hann enn trygga aðdáendur enda ekki erfitt að vera heillaður af honum sem bardagamanni. Hann hefur farið leikandi létt í gegnum mótherja sína í UFC og virðist enginn geta stoppað hann. Hann kemur frá Dagestan í Rússlandi og kemur skemmtilega fyrir með sínum rússneska hreim. Þá vakti hann mikla athygli fyrir sinn síðasta bardaga er hann gjörsigraði Michael Johnson og talaði við andstæðinginn og forseta UFC, Dana White, í leiðinni. Khabib naut mikilla yfirburða í bardaganum og í annarri lotu sagði hann Johnson að hann þyrfti að berjast um titilinn enda ætti hann það skilið og væri það besta fyrir Johnson að gefast hreinlega upp. Er hann sat á stólnum eftir aðra lotu að hlusta á ráð frá horninu sínu sagði hann Dana White að passa upp á strákinn sinn enda ætlaði hann að rústa honum. Átti hann þar við Conor McGregor, ríkjandi léttvigtarmeistara UFC. Khabib tekur bardagaferilinn afar alvarlega og er ólíklegt að finna hann á skemmtistöðum Las Vegas eftir bardagann í nótt. „Áfengi og stelpur standa í vegi íþróttamannsins. Það spillir honum og gerir hann veikburða,“ sagði Khabib á sínum tíma.Vísir/GettyBardaginn í nótt verður afar áhugaverður. Khabib mætir Brasilíumanninum Edson Barboza sem er þekktur fyrir að vera öflugur í standandi viðureign. Barboza er með 11 rothögg á ferlinum og er með einstaklega mikinn sprengikraft. Khabib Nurmagomedov er að öllum líkindum að fara að ná Barboza niður í bardaganum. Bardaginn byrjar hins vegar alltaf standandi og þarf Barboza ekki nema eitt högg til að klára bardagann. Barboza fær kannski ekki nema 60 sekúndna ramma til að hitta inn högginu en það gæti verið nóg fyrir þann brasilíska. Khabib er einfaldlega einn besti glímumaður í léttvigtinni í dag. Hann virðist geta tekið alla niður leikandi létt og er sagður vera ótrúlega líkamlega sterkur miðað við stærð. Allir andstæðingar hans eru með áætlun um að verjast fellunum hans en samt tekst þeim ekki að stöðva fellurnar. Hann lætur frábæra glímumenn líta út eins og áhugamenn. Khabib sýndi þó ákveðna veikleika í standandi viðureign síðast. Michael Johnson átti góðu gengi að fagna í upphafi bardaga þeirra í fyrra á meðan bardagann hélst standandi. Hann náði nokkrum góðum höggum í Khabib og opinberaði ákveðinn veikleika sem þar gæti verið að finna hjá Khabib. Michael Johnson er ekki nálægt því jafn góður standandi og Edson Barboza og verður því spennandi að sjá hvernig bardaginn mun fara fram standandi. Bardagi Khabib og Edson Barboza er næstsíðasti bardaginn á UFC 219 í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Holly Holm og Cris ‘Cyborg’ Justino og má segja að það sé einn áhugaverðasti kvennabardaga í sögu UFC. UFC 219 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3 í nótt. MMA Tengdar fréttir Khabib: Það á að taka beltið af Conor Það er meira en ár síðan Conor McGregor varð léttvigtarmeistari hjá UFC og það liggur ekki enn fyrir hvenær hann ætlar að verja beltið sitt. 21. desember 2017 14:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira
Einn besti léttvigtarmaður heims, Khabib Nurmagomedov, snýr loksins aftur í búrið í nótt á UFC 219. Khabib mætir þá Edson Barboza í einum mest spennandi bardaga kvöldsins. Khabib Nurmagomedov er 24-0 á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA. Að margra mati er hann besti léttvigtarmaður heims þrátt fyrir að hafa aldrei barist um titil í UFC. Því er engum öðrum að kenna nema Khabib sjálfum. Khabib hefur nefnilega ítrekað glímt við meiðsli og lítið barist undanfarin þrjú ár. Hann barðist einn bardaga 2014, ekkert 2015, tvo bardaga 2016 og berst sinn fyrsta bardaga á þessu ári á næstsíðasta degi ársins. Khabib átti að berjast í mars á þessu ári en var sendur á sjúkrahús sólarhring fyrir bardagann þar sem hann var í vandræðum með niðurskurðinn. Þrátt fyrir allt vesenið í kringum hann á hann enn trygga aðdáendur enda ekki erfitt að vera heillaður af honum sem bardagamanni. Hann hefur farið leikandi létt í gegnum mótherja sína í UFC og virðist enginn geta stoppað hann. Hann kemur frá Dagestan í Rússlandi og kemur skemmtilega fyrir með sínum rússneska hreim. Þá vakti hann mikla athygli fyrir sinn síðasta bardaga er hann gjörsigraði Michael Johnson og talaði við andstæðinginn og forseta UFC, Dana White, í leiðinni. Khabib naut mikilla yfirburða í bardaganum og í annarri lotu sagði hann Johnson að hann þyrfti að berjast um titilinn enda ætti hann það skilið og væri það besta fyrir Johnson að gefast hreinlega upp. Er hann sat á stólnum eftir aðra lotu að hlusta á ráð frá horninu sínu sagði hann Dana White að passa upp á strákinn sinn enda ætlaði hann að rústa honum. Átti hann þar við Conor McGregor, ríkjandi léttvigtarmeistara UFC. Khabib tekur bardagaferilinn afar alvarlega og er ólíklegt að finna hann á skemmtistöðum Las Vegas eftir bardagann í nótt. „Áfengi og stelpur standa í vegi íþróttamannsins. Það spillir honum og gerir hann veikburða,“ sagði Khabib á sínum tíma.Vísir/GettyBardaginn í nótt verður afar áhugaverður. Khabib mætir Brasilíumanninum Edson Barboza sem er þekktur fyrir að vera öflugur í standandi viðureign. Barboza er með 11 rothögg á ferlinum og er með einstaklega mikinn sprengikraft. Khabib Nurmagomedov er að öllum líkindum að fara að ná Barboza niður í bardaganum. Bardaginn byrjar hins vegar alltaf standandi og þarf Barboza ekki nema eitt högg til að klára bardagann. Barboza fær kannski ekki nema 60 sekúndna ramma til að hitta inn högginu en það gæti verið nóg fyrir þann brasilíska. Khabib er einfaldlega einn besti glímumaður í léttvigtinni í dag. Hann virðist geta tekið alla niður leikandi létt og er sagður vera ótrúlega líkamlega sterkur miðað við stærð. Allir andstæðingar hans eru með áætlun um að verjast fellunum hans en samt tekst þeim ekki að stöðva fellurnar. Hann lætur frábæra glímumenn líta út eins og áhugamenn. Khabib sýndi þó ákveðna veikleika í standandi viðureign síðast. Michael Johnson átti góðu gengi að fagna í upphafi bardaga þeirra í fyrra á meðan bardagann hélst standandi. Hann náði nokkrum góðum höggum í Khabib og opinberaði ákveðinn veikleika sem þar gæti verið að finna hjá Khabib. Michael Johnson er ekki nálægt því jafn góður standandi og Edson Barboza og verður því spennandi að sjá hvernig bardaginn mun fara fram standandi. Bardagi Khabib og Edson Barboza er næstsíðasti bardaginn á UFC 219 í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Holly Holm og Cris ‘Cyborg’ Justino og má segja að það sé einn áhugaverðasti kvennabardaga í sögu UFC. UFC 219 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Khabib: Það á að taka beltið af Conor Það er meira en ár síðan Conor McGregor varð léttvigtarmeistari hjá UFC og það liggur ekki enn fyrir hvenær hann ætlar að verja beltið sitt. 21. desember 2017 14:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira
Khabib: Það á að taka beltið af Conor Það er meira en ár síðan Conor McGregor varð léttvigtarmeistari hjá UFC og það liggur ekki enn fyrir hvenær hann ætlar að verja beltið sitt. 21. desember 2017 14:15