Teitur Örn Einarsson er á leið í atvinnumennsku til sænska liðsins Kristianstad í sumar, en greint var frá því í dag.
Teitur hefur farið á kostum með Selfyssingum í vetur og er markahæstur í Olís deild karla með 107 mörk.
„Við vorum búnir að vera áhugasamir um þetta lið og búnir að heyra í þeim fyrir svolitlu síðan og þeir voru búnir að fylgjast með mér en það var ekkert kýlt á það fyrr en núna,“ sagði Teitur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
„Ég fór út og æfði með þeim og mér leist svakalega vel á allt.“
Teitur var einnig með tilboð frá þýska liðinu Göppingen, en þeir vildu fá hann strax til liðs við sig og því hefði Teitur ekki getað klárað tímabilið með Selfyssingum.
Þá gerði Andrea Jacobsen samning við kvennalið Kristianstad til tveggja ára, en hún leikur með Fjölni í Olís deild kvenna í vetur.
Viðtal Gaupa við Teit má sjá í spilaranum hér að ofan.
Teitur: Voru búnir að fylgjast með mér í einhvern tíma
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn

Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti

