Ford eykur við framleiðslu Fiesta Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 11:45 Ford Fiesta er gríðarvinsæll bíll í Bretlandi og Þýskalandi. Þó svo að sumir fólksbílar Ford af stærri gerðinni seljist illa og miklar líkur séu á að Ford muni hætta framleiðslu Mondeo, að minnsta kosti fyrir Bandaríkjamarkað, þá hefur Ford vart undan að framleiða hinn talsvert minni Fiesta bíl. Hann er framleiddur í verksmiðju Ford í Köln í Þýskalandi og þar þarf að slá í bykkjuna til að anna eftirspurn. Ford Fiesta er til að mynda mesta selda bílgerðin í Bretlandi og í nóvember seldust 6.434 eintök af bílnum og ef svo ágæt sala heldur áfram á bílnum þar í landi er árssala hans þar um ríflega 77.000 bílar. Fiesta selst líka vel í Þýskalandi og í nóvember tryggðu 4.660 nýir eigendur sér þar eintak af bílnum. Þessi góða eftirspurn hefur orðið til þess að í verksmiðjunni í Köln hefur þurft að auka framleiðsluna um 100 bíla á dag og þurft hefur á setja á aukavaktir til að sinna allri þessari framleiðslu. Ekki slæmt vandamál þar á ferð. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent
Þó svo að sumir fólksbílar Ford af stærri gerðinni seljist illa og miklar líkur séu á að Ford muni hætta framleiðslu Mondeo, að minnsta kosti fyrir Bandaríkjamarkað, þá hefur Ford vart undan að framleiða hinn talsvert minni Fiesta bíl. Hann er framleiddur í verksmiðju Ford í Köln í Þýskalandi og þar þarf að slá í bykkjuna til að anna eftirspurn. Ford Fiesta er til að mynda mesta selda bílgerðin í Bretlandi og í nóvember seldust 6.434 eintök af bílnum og ef svo ágæt sala heldur áfram á bílnum þar í landi er árssala hans þar um ríflega 77.000 bílar. Fiesta selst líka vel í Þýskalandi og í nóvember tryggðu 4.660 nýir eigendur sér þar eintak af bílnum. Þessi góða eftirspurn hefur orðið til þess að í verksmiðjunni í Köln hefur þurft að auka framleiðsluna um 100 bíla á dag og þurft hefur á setja á aukavaktir til að sinna allri þessari framleiðslu. Ekki slæmt vandamál þar á ferð.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent