Reyndi að vekja nágranna sína Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2018 07:48 Þessar myndir tók Árni í nótt af reyknum á stigaganginum, af slökkviliðinu er það mætti á vettvang og af íbúðinni þar sem eldurinn kom upp. Árni Árnason Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann missti meðvitund á gangi fjölbýlishússins. Árni Árnason, íbúi á fimmtu hæð í Bláhömrum 2, segir í samtali við Vísi að reykurinn hafi hins vegar verið svo svartur og þykkur þegar hann var vakinn á þriðja tímanum að íbúar hæðarinnar hafi ekki náð að nýta sér neyðarstigaganginn. Lyfta er í húsinu og segir Árni að mikill reykur hafi einnig komið úr lyftuopinu. Því hafi hluti íbúanna komið sér fyrir á svölum við enda sameignarinnar á meðan aðrir, þeirra á meðal ungt par og þorri íbúa fjórðu hæðarinnar, hafið farið út á svalir íbúða sinna því ekki var talið óhætt að halda inn í reykjarmökkinn. „Við vorum því í talsverðan tíma úti á svölum meðan slökkviliðið var að athafna sig,“ segir Árni.Sjá einnig: Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsiHann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma sér inn í blokkina. Til þess að hreinsa út mesta reykinn opnuðu slökkviliðsmennirnir dyr á sitthvorum enda stigagangsins og nýttu sér hvassviðrið til að blása honum burt.Árni Árnason þurfti ásamt öðrum að dvelja á svölum blokkarinnar meðan slökkviliðið braut sér leið til þeirra.„Þeir brutu meðal annars rúðu á neyðarútgangshurðinni á minni hæð því þegar okkur var komið og bjargað þá var maður að klofa yfir glerbrot,“ segir hann ennfremur og bætir við að ástandið hafi „verið vægast sagt skelfilegt“ þegar niður var komið. „Það var allt í glerbrotum og fólk í sjokki,“ segir Árni. Þá hafi íbúunum jafnframt verið tjáð að maðurinn, sem hafði reynt að vekja nágranna sína, hafi verið fluttur á spítala. Hann hafði fundist á gangi fjórðu hæðarinnar eftir að hafa reynt að vekja fólk í nærliggjandi íbúðum. Sex aðrir voru jafnframt fluttir á slysadeild en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Meðan á aðgerðum stóð gátu íbúar blokkarinnar leitað skjóls í nærliggjandi blokk áður en Rauði krossinn og strætisvagn komu á vettvang. Árni vill þakka starfsfólki Rauða krossins sérstaklega fyrir mikla hlýju - „það var mjög mikill styrkur í því að fá Rauða krossinn,“ segir Árni. Engu að síður hafi þetta verið ónotaleg upplifun. „Maður er í almennu áfalli enda ekki þægilegt að búa upp á fimmtu hæð þegar kviknar í. Það er svona slæm tilfinning.“ Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann missti meðvitund á gangi fjölbýlishússins. Árni Árnason, íbúi á fimmtu hæð í Bláhömrum 2, segir í samtali við Vísi að reykurinn hafi hins vegar verið svo svartur og þykkur þegar hann var vakinn á þriðja tímanum að íbúar hæðarinnar hafi ekki náð að nýta sér neyðarstigaganginn. Lyfta er í húsinu og segir Árni að mikill reykur hafi einnig komið úr lyftuopinu. Því hafi hluti íbúanna komið sér fyrir á svölum við enda sameignarinnar á meðan aðrir, þeirra á meðal ungt par og þorri íbúa fjórðu hæðarinnar, hafið farið út á svalir íbúða sinna því ekki var talið óhætt að halda inn í reykjarmökkinn. „Við vorum því í talsverðan tíma úti á svölum meðan slökkviliðið var að athafna sig,“ segir Árni.Sjá einnig: Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsiHann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma sér inn í blokkina. Til þess að hreinsa út mesta reykinn opnuðu slökkviliðsmennirnir dyr á sitthvorum enda stigagangsins og nýttu sér hvassviðrið til að blása honum burt.Árni Árnason þurfti ásamt öðrum að dvelja á svölum blokkarinnar meðan slökkviliðið braut sér leið til þeirra.„Þeir brutu meðal annars rúðu á neyðarútgangshurðinni á minni hæð því þegar okkur var komið og bjargað þá var maður að klofa yfir glerbrot,“ segir hann ennfremur og bætir við að ástandið hafi „verið vægast sagt skelfilegt“ þegar niður var komið. „Það var allt í glerbrotum og fólk í sjokki,“ segir Árni. Þá hafi íbúunum jafnframt verið tjáð að maðurinn, sem hafði reynt að vekja nágranna sína, hafi verið fluttur á spítala. Hann hafði fundist á gangi fjórðu hæðarinnar eftir að hafa reynt að vekja fólk í nærliggjandi íbúðum. Sex aðrir voru jafnframt fluttir á slysadeild en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Meðan á aðgerðum stóð gátu íbúar blokkarinnar leitað skjóls í nærliggjandi blokk áður en Rauði krossinn og strætisvagn komu á vettvang. Árni vill þakka starfsfólki Rauða krossins sérstaklega fyrir mikla hlýju - „það var mjög mikill styrkur í því að fá Rauða krossinn,“ segir Árni. Engu að síður hafi þetta verið ónotaleg upplifun. „Maður er í almennu áfalli enda ekki þægilegt að búa upp á fimmtu hæð þegar kviknar í. Það er svona slæm tilfinning.“
Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29