Erlent

Þúsundir Svía vilja hagnast á kannabis

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hlutabréf í félögum kannabisframleiðenda rjúka út.
Hlutabréf í félögum kannabisframleiðenda rjúka út. vísir/stefán
Að minnsta kosti fimm þúsund Svíar hafa keypt hlutabréf í sex kanadískum fyrirtækjum sem framleiða kannabis. Gert er ráð fyrir að framleiðsla kannabis verði lögleidd í Kanada í sumar. Nú er eingöngu leyft að framleiða kannabis þar í lækningaskyni.

Mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte frá 2016 sýnir að um milljarðamarkað verði að ræða, framleiðendur, seljendur og flutningafyrirtæki muni græða. Ólögleg viðskipti með kannabis hafa verið umfangsmikil.

Hlutabréf í kanadísku kannabisfyrirtækjunum hafa verið til sölu í Svíþjóð. Hjá einu þeirra hefur verð hlutabréfa hækkað um 348 prósent á tæpum þremur mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×