Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Ingvar Þór Björnsson skrifar 7. janúar 2018 17:57 Brynjar hætti á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagðist hann óttast að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. Brynjar mun hafa tilkynnt þetta fyrst í ræðu á jólahlaðborði Sambands ungra sjálfstæðismanna. Brynjar ákvað að hætta á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagði hann að hann óttaðist að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Þingmaðurinn hafði verið mjög áberandi á samfélagsmiðlinum og vöktu færslur hans oft og einatt mikla athygli og umtal. Í samtali við Vísi segir Brynjar að það hafi gengið vel að vera án samskiptamiðilsins. „Mér hefur liðið vel án Facebook. Þetta venst eins og allt annað,“ segir Brynjar. „Ég lofaði því að koma aftur á Facebook í einhverju bríaríi.“ Aðspurður hvort hann telji nauðsynlegt fyrir þingmenn að nota samfélagsmiðilinn til að tjá skoðanir sínar segir Brynjar að erfitt sé að vera alveg í burtu frá samskipamiðlinum ef maður starfar í stjórnmálum. „Ég held að þú getir ekki verið alveg í burtu frá Facebook ef þú ætlar að vera í pólitík. Allavega ekki í lengri tíma í einu en það þarf kannski ekki að skrifa færslur á hverjum degi. Það skiptir þó máli að geta brugðist við fljótt,“ segir hann.Mun ábyggilega skrifa eitthvað „fíflarí“ á morgunBrynjar segir að stundum hafi verið erfitt að geta ekki notað Facebook til að tjá sig. „Stundum hefur mann langað að tjá sig en svo lagast það nú bara. Það er ekki hægt að vera í pólitík og segja ekki neitt. Þetta var samt ágætis hvíld,“ segir þingmaðurinn. Þá segir hann að fólk misskilji hann ósjaldan á Facebook. „Ég held það en ég get líka sjálfum mér um kennt í því. Það skiptir máli hvernig þú setur hlutina fram.“ Brynjar segist búast við því að virkja Facebook aðganginn sinn aftur á morgun og að hann komi til með að skrifa eitthvað á léttu nótunum. „Ætli ég reyni ekki á morgun að opna Facebook aðganginn aftur þegar það er kominn vinnudagur. Ég mun ábyggilega skrifa eitthvað fíflarí á morgun, af hverju ég byrjaði aftur og eitthvað svoleiðis.“ Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01 Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54 Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. Brynjar mun hafa tilkynnt þetta fyrst í ræðu á jólahlaðborði Sambands ungra sjálfstæðismanna. Brynjar ákvað að hætta á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagði hann að hann óttaðist að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Þingmaðurinn hafði verið mjög áberandi á samfélagsmiðlinum og vöktu færslur hans oft og einatt mikla athygli og umtal. Í samtali við Vísi segir Brynjar að það hafi gengið vel að vera án samskiptamiðilsins. „Mér hefur liðið vel án Facebook. Þetta venst eins og allt annað,“ segir Brynjar. „Ég lofaði því að koma aftur á Facebook í einhverju bríaríi.“ Aðspurður hvort hann telji nauðsynlegt fyrir þingmenn að nota samfélagsmiðilinn til að tjá skoðanir sínar segir Brynjar að erfitt sé að vera alveg í burtu frá samskipamiðlinum ef maður starfar í stjórnmálum. „Ég held að þú getir ekki verið alveg í burtu frá Facebook ef þú ætlar að vera í pólitík. Allavega ekki í lengri tíma í einu en það þarf kannski ekki að skrifa færslur á hverjum degi. Það skiptir þó máli að geta brugðist við fljótt,“ segir hann.Mun ábyggilega skrifa eitthvað „fíflarí“ á morgunBrynjar segir að stundum hafi verið erfitt að geta ekki notað Facebook til að tjá sig. „Stundum hefur mann langað að tjá sig en svo lagast það nú bara. Það er ekki hægt að vera í pólitík og segja ekki neitt. Þetta var samt ágætis hvíld,“ segir þingmaðurinn. Þá segir hann að fólk misskilji hann ósjaldan á Facebook. „Ég held það en ég get líka sjálfum mér um kennt í því. Það skiptir máli hvernig þú setur hlutina fram.“ Brynjar segist búast við því að virkja Facebook aðganginn sinn aftur á morgun og að hann komi til með að skrifa eitthvað á léttu nótunum. „Ætli ég reyni ekki á morgun að opna Facebook aðganginn aftur þegar það er kominn vinnudagur. Ég mun ábyggilega skrifa eitthvað fíflarí á morgun, af hverju ég byrjaði aftur og eitthvað svoleiðis.“
Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01 Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54 Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01
Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54
Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45