„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 09:05 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Vísir/ÞÞ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutaka hefst klukkan 9:15 en áætlað er að aðalmeðferðin standi til 14:15 samkvæmt dagskrá dómstólanna. Þann 13. október síðastliðinn fór félag Glitnis HoldCo fram á lögbann á frekari fréttaflutningi útgáfufélags Stundarinnar og Reykjavik Media ehf. úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum. Þá höfðu Stundin og Reykjavik Media, ásamt breska fjölmiðlinum The Guardian, um nokkurra vikna skeið flutt ítarlegar fréttir um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Auk lögbannskröfunnar fór Glitnir HoldCo fram á að gögnin yrðu afhent og að lögbanni yrði komið á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfunni um afhendingu gagnanna var hafnað og féll lögmaður Glitnis frá síðari kröfunni. Þá var lögbannskrafan byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og rökin með henni að í gögnunum væri að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Var í lögbannsbeiðninni látið að því liggja að gögnin væru stolin úr kerfum bankans og ítrekað að beiðnin yrði því tekin fyrir tafarlaust. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að lögbannskrafan yrði samþykkt og gengu fulltrúar embættisins fyrirvaralaust inn á skrifstofur Stundarinnar þar sem afhendingu gagnanna var krafist. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna Stundarinnar og Reykjavik Media, gerði athugasemd við framkvæmdina og sagði að blaðamenn Stundarinnar hefðu engum vörnum getað komið við. Þá sagði Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, að frekar færu þau í fangelsi heldur en að afhenda gögnin sýslumanni.Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“„Aðför“ gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hansHaft var eftir Bjarna Benedikssyni, sem Stundin fjallaði um út frá gögnunum, að hann hefði ekki beðið um lögbannið og hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og enn síður farið fram á að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Þá sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lögbannið væri aðför að flokknum og formanni hans. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans.[...]“ Fylgst verður með aðalmeðferðinni á Vísi í dag. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutaka hefst klukkan 9:15 en áætlað er að aðalmeðferðin standi til 14:15 samkvæmt dagskrá dómstólanna. Þann 13. október síðastliðinn fór félag Glitnis HoldCo fram á lögbann á frekari fréttaflutningi útgáfufélags Stundarinnar og Reykjavik Media ehf. úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum. Þá höfðu Stundin og Reykjavik Media, ásamt breska fjölmiðlinum The Guardian, um nokkurra vikna skeið flutt ítarlegar fréttir um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Auk lögbannskröfunnar fór Glitnir HoldCo fram á að gögnin yrðu afhent og að lögbanni yrði komið á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfunni um afhendingu gagnanna var hafnað og féll lögmaður Glitnis frá síðari kröfunni. Þá var lögbannskrafan byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og rökin með henni að í gögnunum væri að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Var í lögbannsbeiðninni látið að því liggja að gögnin væru stolin úr kerfum bankans og ítrekað að beiðnin yrði því tekin fyrir tafarlaust. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að lögbannskrafan yrði samþykkt og gengu fulltrúar embættisins fyrirvaralaust inn á skrifstofur Stundarinnar þar sem afhendingu gagnanna var krafist. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna Stundarinnar og Reykjavik Media, gerði athugasemd við framkvæmdina og sagði að blaðamenn Stundarinnar hefðu engum vörnum getað komið við. Þá sagði Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, að frekar færu þau í fangelsi heldur en að afhenda gögnin sýslumanni.Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“„Aðför“ gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hansHaft var eftir Bjarna Benedikssyni, sem Stundin fjallaði um út frá gögnunum, að hann hefði ekki beðið um lögbannið og hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og enn síður farið fram á að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Þá sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lögbannið væri aðför að flokknum og formanni hans. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans.[...]“ Fylgst verður með aðalmeðferðinni á Vísi í dag.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira