Nýtt skipurit innleitt hjá Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 18:12 Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að starfsemi félagsins verði skipt í tvennt, annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Ný framkvæmdastjórn tekur við hjá félaginu sem Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að sé skipuð kraftmiklu fólki með víðtæka menntun og reynslu, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi félagsins og tilkynnt var um í nóvember „fela það í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum.“ Alþjóðaflugstarfsemi félagsins mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsvið og sölu-og markaðssvið. Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs en hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group frá október 2008 og situr nú þegar í í framkvæmdastjórn félagsins. Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsviðs og Guðmundur Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs en hann hefur gegnt því starfi frá síðasta vori. Þessir framkvæmdastjórar sviða alþjóðaflugstarfseminnar koma nýir inn í framkvæmdastjórnina. Auk þeirra eiga sæti í framkvæmdastjórn Björgólfur forstjóri og Magna Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, og þeir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Jens Bjarnason sem mun sinna verkefnum sem snúa meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum koma nýir inn í framkvæmdastjórnina einnig. Fréttir af flugi Ráðningar Tengdar fréttir Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að starfsemi félagsins verði skipt í tvennt, annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Ný framkvæmdastjórn tekur við hjá félaginu sem Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að sé skipuð kraftmiklu fólki með víðtæka menntun og reynslu, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi félagsins og tilkynnt var um í nóvember „fela það í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum.“ Alþjóðaflugstarfsemi félagsins mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsvið og sölu-og markaðssvið. Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs en hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group frá október 2008 og situr nú þegar í í framkvæmdastjórn félagsins. Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsviðs og Guðmundur Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs en hann hefur gegnt því starfi frá síðasta vori. Þessir framkvæmdastjórar sviða alþjóðaflugstarfseminnar koma nýir inn í framkvæmdastjórnina. Auk þeirra eiga sæti í framkvæmdastjórn Björgólfur forstjóri og Magna Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, og þeir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Jens Bjarnason sem mun sinna verkefnum sem snúa meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum koma nýir inn í framkvæmdastjórnina einnig.
Fréttir af flugi Ráðningar Tengdar fréttir Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00
Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51
Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16