Formúla 1 á Nürburgring 2019? Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2018 15:18 Frá ræsingu í Formúlu 1 keppni á Nürburgring brautinni árið 2011. Svo gæti farið að þýska Nürburgring akstusbrautin verði aftur keppnisbraut í Formúlu 1 á næsta ári. Síðast var keppt á þessari frægu braut í Formúlu 1 árið 2013 en fjárhagsvandræði og tíðar eigendabreytingar á brautinni hafa komið í veg fyrir að keppt hafi verið á henni síðan þá. Framkvæmdastjóri Nürburgring brautarinnar, Mirco Markfort hefur verið í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 mótaraðarinnar um að efna til keppni á brautinni strax á næsta ári og hefur það víst verið æðsta markmið Markfort frá því hann tók yfir. Mikil samkeppni ríkir um að fá að halda hinar einstöku keppnir í Formúlu 1 og hefur stjórnendum mótaraðarinnar borist 40 umsóknir fyrir næstu mótaröð. Það er því ekki hlaupið að því að fá að halda keppni, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að Nürburgring brautin er ein frægasta keppnisbraut heims. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent
Svo gæti farið að þýska Nürburgring akstusbrautin verði aftur keppnisbraut í Formúlu 1 á næsta ári. Síðast var keppt á þessari frægu braut í Formúlu 1 árið 2013 en fjárhagsvandræði og tíðar eigendabreytingar á brautinni hafa komið í veg fyrir að keppt hafi verið á henni síðan þá. Framkvæmdastjóri Nürburgring brautarinnar, Mirco Markfort hefur verið í viðræðum við forráðamenn Formúlu 1 mótaraðarinnar um að efna til keppni á brautinni strax á næsta ári og hefur það víst verið æðsta markmið Markfort frá því hann tók yfir. Mikil samkeppni ríkir um að fá að halda hinar einstöku keppnir í Formúlu 1 og hefur stjórnendum mótaraðarinnar borist 40 umsóknir fyrir næstu mótaröð. Það er því ekki hlaupið að því að fá að halda keppni, en það hlýtur að hjálpa málstaðnum að Nürburgring brautin er ein frægasta keppnisbraut heims.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent