KR hefur fengið Alexöndru Petersen til liðs við sig fyrir lokasprettinn í 1. deild kvenna í körfubolta. Karfan.is greinir frá.
Petersen var á mála hjá Val fyrir áramot en var leyst undan samningi sínum við félagið í jólafríinu.
KR situr á toppi 1. deildarinnar, án taps eftir 11 leiki, og mun Petersen styrkja liðið í baráttunni um sæti í úrvalsdeild á næsta ári. Hún var með 19,4 stig að meðaltali í leik og áttunda framlagshæst í Domino's deildinni.
Petersen lendir á Íslandi á morgun, föstudag, og ætti því að ná leikjum KR við Þór Akureyri um helgina.
