Lofar lagasetningu til að sporna við fölskum fréttum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 23:30 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sporna við útbreiðslu falsfrétta í kringum kosningar í landinu. vísir/getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lofað lagasetningu til að sporna við fölsum fréttum á internetinu í aðdraganda kosninga í landinu. Þetta kom fram í nýársræðu hans til blaðamanna í Élysée-höllinni í kvöld þar sem forsetinn sagðist vilja nýja löggjöf fyrir samfélagsmiðla í kringum kosningar til þess að vernda lýðræðið. Macron sagði að þess yrði ekki langt að bíða að frumvarp um þetta liti dagsins ljós en meginmarkmið laganna væri að sporna við útbreiðslu falskra frétta sem fara hratt um internetið, ekki síst í krafti samfélagsmiðla á borð við Facebook. Ný löggjöf um vefsíður myndi fela í sér meiri kröfur um gagnsæi vegna kostaðs efnis. Vefsíðurnar þyrftu þannig að gefa það upp hver eða hverjir væru fjárhagslegir bakhjarlar þeirra auk þess sem hámark yrði sett á upphæðir kostað efni. Hvað varðar falskar fréttir sem birtast svo í kringum kosningar þá gætu einhvers konar neyðarlög leyft yfirvöldum að fjarlægja efnið eða jafnvel loka fyrir vefsíðuna sem birti það. „Ef við viljum vernda frjálslynd lýðræðisríki þá verðum við að vera sterk og hafa skýrar reglur,“ sagði Macron. Þá sagði hann að franska fjölmiðlaeftirlitið yrði eflt svo það gæti barist gegn hvers kyns tilraunum erlendra sjónvarpsstöðva til að stuðla að óstöðugleika. Macron hafði betur í frönsku forsetakosningunum í fyrra gegn Marine Le Pen. Í aðdraganda kosninganna varð hann sjálfur fyrir barðinu á fölskum fréttaflutningi þar sem því var haldið fram að hann ætti reikninga á aflandseyjum. Þá þurfti hann að neita sögusögnum að hann héldi fram hjá konunni sinni með karlmanni sem hann ætti í ástarsambandi við. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lofað lagasetningu til að sporna við fölsum fréttum á internetinu í aðdraganda kosninga í landinu. Þetta kom fram í nýársræðu hans til blaðamanna í Élysée-höllinni í kvöld þar sem forsetinn sagðist vilja nýja löggjöf fyrir samfélagsmiðla í kringum kosningar til þess að vernda lýðræðið. Macron sagði að þess yrði ekki langt að bíða að frumvarp um þetta liti dagsins ljós en meginmarkmið laganna væri að sporna við útbreiðslu falskra frétta sem fara hratt um internetið, ekki síst í krafti samfélagsmiðla á borð við Facebook. Ný löggjöf um vefsíður myndi fela í sér meiri kröfur um gagnsæi vegna kostaðs efnis. Vefsíðurnar þyrftu þannig að gefa það upp hver eða hverjir væru fjárhagslegir bakhjarlar þeirra auk þess sem hámark yrði sett á upphæðir kostað efni. Hvað varðar falskar fréttir sem birtast svo í kringum kosningar þá gætu einhvers konar neyðarlög leyft yfirvöldum að fjarlægja efnið eða jafnvel loka fyrir vefsíðuna sem birti það. „Ef við viljum vernda frjálslynd lýðræðisríki þá verðum við að vera sterk og hafa skýrar reglur,“ sagði Macron. Þá sagði hann að franska fjölmiðlaeftirlitið yrði eflt svo það gæti barist gegn hvers kyns tilraunum erlendra sjónvarpsstöðva til að stuðla að óstöðugleika. Macron hafði betur í frönsku forsetakosningunum í fyrra gegn Marine Le Pen. Í aðdraganda kosninganna varð hann sjálfur fyrir barðinu á fölskum fréttaflutningi þar sem því var haldið fram að hann ætti reikninga á aflandseyjum. Þá þurfti hann að neita sögusögnum að hann héldi fram hjá konunni sinni með karlmanni sem hann ætti í ástarsambandi við.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00
Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30