Neyðarlínan tengd á ný í Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Neyðarlínan hefur nú verið tengd á ný og geta ríkin því auðveldlega átt í beinum samskiptum. vísir/epa Neyðarlína á milli yfirvalda í Norður- og Suður-Kóreu hefur verið tengd á ný. Suður-Kóreumenn fengu í gær símtal í gegnum línuna þar sem einræðisríkið tilkynnti að tengingu hefði verið komið á. Engin slík lína hefur verið tengd í tvö ár eftir að einræðisherrann Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar. Samkvæmt sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu eru 33 neyðarlínur sem þessi til. Þessi tiltekna lína er staðsett í landamærabænum Panmunjom. Ríkin hafa ekki átt í viðræðum frá því í desember 2015. Skömmu eftir þær fyrirskipaði Kim aftenginguna og hætti norðrið því að svara í þennan merkilega síma. Athygli vakti að í Norður-Kóreu var það ekki ríkismiðillinn KCNA sem greindi frá tíðindunum. Þess í stað gaf Ri Son-gwon, formaður nefndar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins, út tilkynningu sem hann sagði gefna út með samþykki Kim Jong-un.Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.vísir/afpHið fyrsta símtal var stutt og greindu suðurkóreskir miðlar frá því að enn væri verið að gera athuganir á línunni, til að mynda á öryggi hennar. Markmiðið með þessari ákvörðun einræðisherrans er að ríkin tvö geti átt í einföldum samskiptum um að senda íþróttamenn frá Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu síðar á þessu ári. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tók ákvörðuninni fagnandi og sagði hana afar mikilvæga. „Þetta gerir okkur kleift að eiga í samskiptum hvenær sem er.“ Suðurkóreskir fjölmiðlar voru þó fullir efasemda. Þannig sagði í dagblaðinu JoongAng Ilbo að ef til vill hefði Norður-Kóreustjórn ákveðið að sækja í átt að friði nú til þess að vinna sér inn tíma svo hægt væri að fullklára kjarnorkuáætlun ríkisins. Dagblaðið Hankyoreh tók í sama streng. „Kim hefur ekki haggast tommu frá þeirri óábyrgu kjarnorkuþróunarstefnu sem hann hefur unnið að,“ sagði í blaðinu. Í nýársávarpi sínu sagðist Kim vilja þíða frosið samband á Kóreuskaga. Sagði hann enn fremur að þátttaka Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum væri til þess fallin að sýna að íbúar Kóreuskaga stæðu saman. En í nýársávarpinu boðaði Kim þó ekki einungis frið. Hótaði hann Bandaríkjunum ítrekað og sagði jafnframt að hann væri tilbúinn með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu sínu. Átti hann þar við að hann gæti fyrirskipað kjarnorkuárás án þess að hreyfa sig nema um örfáa sentimetra. Þessu tók Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ekki þegjandi. „Vill einhver úr þessari þreyttu og sveltu ógnarstjórn hans vinsamlega upplýsa Kim um að ég sé líka með kjarnorkuhnapp. Hann er hins vegar miklu stærri og öflugri en hans hnappur. Minn virkar meira að segja,“ tísti forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Neyðarlína á milli yfirvalda í Norður- og Suður-Kóreu hefur verið tengd á ný. Suður-Kóreumenn fengu í gær símtal í gegnum línuna þar sem einræðisríkið tilkynnti að tengingu hefði verið komið á. Engin slík lína hefur verið tengd í tvö ár eftir að einræðisherrann Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar. Samkvæmt sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu eru 33 neyðarlínur sem þessi til. Þessi tiltekna lína er staðsett í landamærabænum Panmunjom. Ríkin hafa ekki átt í viðræðum frá því í desember 2015. Skömmu eftir þær fyrirskipaði Kim aftenginguna og hætti norðrið því að svara í þennan merkilega síma. Athygli vakti að í Norður-Kóreu var það ekki ríkismiðillinn KCNA sem greindi frá tíðindunum. Þess í stað gaf Ri Son-gwon, formaður nefndar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins, út tilkynningu sem hann sagði gefna út með samþykki Kim Jong-un.Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.vísir/afpHið fyrsta símtal var stutt og greindu suðurkóreskir miðlar frá því að enn væri verið að gera athuganir á línunni, til að mynda á öryggi hennar. Markmiðið með þessari ákvörðun einræðisherrans er að ríkin tvö geti átt í einföldum samskiptum um að senda íþróttamenn frá Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu síðar á þessu ári. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tók ákvörðuninni fagnandi og sagði hana afar mikilvæga. „Þetta gerir okkur kleift að eiga í samskiptum hvenær sem er.“ Suðurkóreskir fjölmiðlar voru þó fullir efasemda. Þannig sagði í dagblaðinu JoongAng Ilbo að ef til vill hefði Norður-Kóreustjórn ákveðið að sækja í átt að friði nú til þess að vinna sér inn tíma svo hægt væri að fullklára kjarnorkuáætlun ríkisins. Dagblaðið Hankyoreh tók í sama streng. „Kim hefur ekki haggast tommu frá þeirri óábyrgu kjarnorkuþróunarstefnu sem hann hefur unnið að,“ sagði í blaðinu. Í nýársávarpi sínu sagðist Kim vilja þíða frosið samband á Kóreuskaga. Sagði hann enn fremur að þátttaka Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum væri til þess fallin að sýna að íbúar Kóreuskaga stæðu saman. En í nýársávarpinu boðaði Kim þó ekki einungis frið. Hótaði hann Bandaríkjunum ítrekað og sagði jafnframt að hann væri tilbúinn með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu sínu. Átti hann þar við að hann gæti fyrirskipað kjarnorkuárás án þess að hreyfa sig nema um örfáa sentimetra. Þessu tók Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ekki þegjandi. „Vill einhver úr þessari þreyttu og sveltu ógnarstjórn hans vinsamlega upplýsa Kim um að ég sé líka með kjarnorkuhnapp. Hann er hins vegar miklu stærri og öflugri en hans hnappur. Minn virkar meira að segja,“ tísti forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira