Dagur Sigurðsson, þjálfari japanska landsliðsins í handbolta, horfði upp á íslenska landliðið taka það japanska í kennslustund í Laugardalshöllinni í kvöld.
„Ég átti von á því að við gætum byrjað þennan leik aðeins betur. Við réðum bara ekki við verkefnið og kraftinn í íslenska liðinu. Menn fóru í örvæntingu að taka erfið skot sem Bjöggi bara les í markinu og kemur svo boltanum fram í hraðupphlaup. Þetta var í raun það versta sem gat gerst í byrjun leiks,“ sagði Dagur Sigurðsson þjálfari Japans eftir stórt tap gegn Íslandi .
Seinni hálfleikurinn var svo bara á pari við það sem ég hélt að þetta yrði en þá var þetta auðvitað bara tapaður leikur. Kannski fór Ísland aðeins af bensíngjöfinni í seinni hálfleik en kannski náðum við bara aðeins að bæta í okkar leik.“
„Sóknarleikurinn var miklu betri í seinni hálfleik og við náðum að hlaupa nokkur hraðupphlaup. Fyrri hálfleikurinn var bara högg fyrir mina menn sem voru staddir í aðstæðum sem þeir bara réðu ekki við,“ bætti Dagur við.
Japan mætir úrvalsliði Íslands annað kvöld, þar sem Ísland teflir fram leikmönnum úr Olísdeildinni.
„Við þurfum bara að bæta okkar leik og verða þéttari. Við höfum verið of rokkandi og við þurfum að finna einhverskonar stöðugleika.“
En er þjálfarinn ánægður með hugarfarið hjá sínum mönnum?
„Já já, ég er svo sem ánægður með hugarfarið. Það eru allir að vilja gerðir en það er samt svolítið skrýtið í svona leik að fá varla gult spjald þegar verið er að valta yfir þig. Ég er hræddur um að ég sjálfur hefði jafnvel fengið 2 mínútur í þessum aðstæðum sem leikmaður,“ sagði Dagur brosandi að lokum.
Dagur: Ég hefði sennilega fengið brottvísun
Benedikt Grétarsson skrifar

Mest lesið


„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn


Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Hólmbert Aron til Suður-Kóreu
Fótbolti

Leiknir selur táning til Serbíu
Íslenski boltinn