Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 21:50 Stefán Karl Stefánsson biðlar til krakka um að hætta að vera áskrifendur að efni Logan Paul á YouTube. vísir/andri marinó Leikarinn Stefán Karl Stefánsson segir að bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul eigi að skammast sín fyrir að hafa birt myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér á YouTube-rás sinni. Stefán Karl bætist þannig í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndbandið. Hann var á ferðalagi í Japan með vinum sínum og hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji. Skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga og gengu Logan og vinir hans fram á lík. Í myndbandi sem stjarnan birti mátti sjá að félögunum brá ansi mikið en þeir gerðu einnig grín að málinu. Myndbandið var sett inn á sunnudag og höfðu milljónir séð það áður en það var tekið út. Stefán Karl tjáir sig um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann spyr sig hversu sjúkur viðkomandi þarf að vera til að birta slíkt myndefni til að fá fleiri fylgjendur á YouTube-rásina. Leikarinn biðlar síðan til krakka um að hætta að vera áskrifendur að efni Logan Paul á YouTube svo hann læri eitthvað af þessu. Tíst Stefáns Karls hefur vakið mikla athygli en því hefur verið endurtíst hátt í þúsund sinnum og um 3200 Twitter-notendur hafa „lækað“ það. Rúmlega fimmtán milljónir eru áskrifendur að YouTube-rás Logan Paul sem baðst afsökunar á birtingu myndbandsins á Twitter.Logan Paul should be ashamed of himself for what he did, zooming in on a suicide victim to reach out to more subscribers on YouTube. How sick do you have to be? Kids, unsubscribe from his YouTube Channel so he will learn something from this mess. pic.twitter.com/x0gBgAOZt6— Stefankarl (@stefanssonkarl) January 3, 2018 Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson segir að bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul eigi að skammast sín fyrir að hafa birt myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér á YouTube-rás sinni. Stefán Karl bætist þannig í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndbandið. Hann var á ferðalagi í Japan með vinum sínum og hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji. Skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga og gengu Logan og vinir hans fram á lík. Í myndbandi sem stjarnan birti mátti sjá að félögunum brá ansi mikið en þeir gerðu einnig grín að málinu. Myndbandið var sett inn á sunnudag og höfðu milljónir séð það áður en það var tekið út. Stefán Karl tjáir sig um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann spyr sig hversu sjúkur viðkomandi þarf að vera til að birta slíkt myndefni til að fá fleiri fylgjendur á YouTube-rásina. Leikarinn biðlar síðan til krakka um að hætta að vera áskrifendur að efni Logan Paul á YouTube svo hann læri eitthvað af þessu. Tíst Stefáns Karls hefur vakið mikla athygli en því hefur verið endurtíst hátt í þúsund sinnum og um 3200 Twitter-notendur hafa „lækað“ það. Rúmlega fimmtán milljónir eru áskrifendur að YouTube-rás Logan Paul sem baðst afsökunar á birtingu myndbandsins á Twitter.Logan Paul should be ashamed of himself for what he did, zooming in on a suicide victim to reach out to more subscribers on YouTube. How sick do you have to be? Kids, unsubscribe from his YouTube Channel so he will learn something from this mess. pic.twitter.com/x0gBgAOZt6— Stefankarl (@stefanssonkarl) January 3, 2018
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34