Segir afleitt að ríkið leiði verðbólguna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2018 20:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir afleitt að ríkið skuli leiða verðlagshækkanir, sem valdi keðjuverkun og ýti þannig undir verðbólgu. Verið sé að hverfa frá fyrri stefnu um að ríkið haldi aftur af hækkunum. Rætt var við Sigmund Davíð í fréttum Stöðvar 2. Landsmenn sjá skattahækkun á eldsneyti um áramót birtast á bensínstöðvunum en samtímis tók gildi fjöldi annarra gjaldskrárhækkana hjá ríkinu. Sigmundur Davíð rifjar upp að í sinni forsætisráðherratíð hafi verið mörkuð sú stefna að stöðva ríkið í að leiða sjálfvirkar verðlagshækkanir. „Þegar loksins, loksins er í fyrsta sinn tækifæri til að koma í veg fyrir þessa endalausu keðjuverkun á verðbólgu á Íslandi, þá skuli ríkið aftur ætla að verða leiðandi í að viðhalda keðjuverkuninni. Það er í raun alveg afleitt að menn skuli vera að hverfa af þeirri braut, sem hafði verið mörkuð, - af þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð, - um það að ríkið, hið opinbera, héldi aftur af verðlagshækkunum. Nú eru menn aftur komnir í það að ríkið leiði verðlagshækkanir,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir verðhækkun eldsneytis hafa margföldunaráhrif, allir flutningar verði dýrari. Hann nefnir sem dæmi að fólk á landsbyggðinni þurfi yfirleitt að borga mikið fyrir flutning á vörum og þær vörur væntanlega hækki. Sama eigi við um bændur, sem þurfi að borga fyrir að mjólkin sé sótt til þeirra. Sú þjónusta sé þegar búin að hækka vegna þessara verðlagshækkana. „Svoleiðis að allt verðlag, meira og minna, hækkar þegar menn hækka verð á flutningum. Það þarf að flytja allar vörur, það þarf að flytja þjónustu, og þar af leiðandi veltist þetta áfram og raunin á endanum verður miklu meiri hækkun.“ Hann hafnar þeim rökum að þessi skattahækkun á eldsneyti minnki kolefnislosun. „Fólk þarf að komast leiðar sinnar, og ekki hvað síst á landsbyggðinni, þar sem er oft um langan veg að fara. Svoleiðis að fimm krónu hækkun, sjö krónu hækkun, hún kemur ekki í veg fyrir aksturinn. Hún bara eykur útgjöld eða kostnað heimilanna af því að lifa, - og um leið hækkar það lánin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir afleitt að ríkið skuli leiða verðlagshækkanir, sem valdi keðjuverkun og ýti þannig undir verðbólgu. Verið sé að hverfa frá fyrri stefnu um að ríkið haldi aftur af hækkunum. Rætt var við Sigmund Davíð í fréttum Stöðvar 2. Landsmenn sjá skattahækkun á eldsneyti um áramót birtast á bensínstöðvunum en samtímis tók gildi fjöldi annarra gjaldskrárhækkana hjá ríkinu. Sigmundur Davíð rifjar upp að í sinni forsætisráðherratíð hafi verið mörkuð sú stefna að stöðva ríkið í að leiða sjálfvirkar verðlagshækkanir. „Þegar loksins, loksins er í fyrsta sinn tækifæri til að koma í veg fyrir þessa endalausu keðjuverkun á verðbólgu á Íslandi, þá skuli ríkið aftur ætla að verða leiðandi í að viðhalda keðjuverkuninni. Það er í raun alveg afleitt að menn skuli vera að hverfa af þeirri braut, sem hafði verið mörkuð, - af þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð, - um það að ríkið, hið opinbera, héldi aftur af verðlagshækkunum. Nú eru menn aftur komnir í það að ríkið leiði verðlagshækkanir,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir verðhækkun eldsneytis hafa margföldunaráhrif, allir flutningar verði dýrari. Hann nefnir sem dæmi að fólk á landsbyggðinni þurfi yfirleitt að borga mikið fyrir flutning á vörum og þær vörur væntanlega hækki. Sama eigi við um bændur, sem þurfi að borga fyrir að mjólkin sé sótt til þeirra. Sú þjónusta sé þegar búin að hækka vegna þessara verðlagshækkana. „Svoleiðis að allt verðlag, meira og minna, hækkar þegar menn hækka verð á flutningum. Það þarf að flytja allar vörur, það þarf að flytja þjónustu, og þar af leiðandi veltist þetta áfram og raunin á endanum verður miklu meiri hækkun.“ Hann hafnar þeim rökum að þessi skattahækkun á eldsneyti minnki kolefnislosun. „Fólk þarf að komast leiðar sinnar, og ekki hvað síst á landsbyggðinni, þar sem er oft um langan veg að fara. Svoleiðis að fimm krónu hækkun, sjö krónu hækkun, hún kemur ekki í veg fyrir aksturinn. Hún bara eykur útgjöld eða kostnað heimilanna af því að lifa, - og um leið hækkar það lánin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00