Þeir virtust, líkt og flestir, mjög hrifnir af fegurð landsins og þó svo að bíllinn sem þeir leigðu hafi bilað svo rækilega að koma hafi þurft með annan bíl þá voru þeir þó staddir við Skógafoss og létu þau orð falla að vart væri hægt að verða fyrir svona bilun á fegurri stað.
Eftir för sína um suðurhluta landsins komust þeir Autoblog menn að því að enn betra væri að njóta ferðalagsins um Ísland á skemmtilegra ökutæki og í hógværð sinni nefndu beinskiptan Volkswagen Golf sem góðan kost. Þar á eftir kæmi svo minni og ökuhæfari húsbíll en sá Renault Trafic bíll sem þeir höfðu til afnota frá Happy Camper. Sjá má hluta af upplifun tvímenninganna á Íslandi í myndskeiðinu hér að neðan.