Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2018 21:00 Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana og segir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins miklar áskoranir framundan í verðlagsmálum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þau Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, og Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Það eru öll olíufélögin búin að hækka, - það er reyndar undantekning; Costco er ekki búið að hækka ennþá,“ sagði Runólfur í dag. Hann sagði bensínið almennt hafa hækkað um fimm krónur á lítrann en dísilolían um allt að átta krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Kolefnisgjald hækkaði um 50 prósent, á bensíni um tæpar þrjár krónur á lítra en um rúmar þrjár á dísilolíu. Því til viðbótar hækkuðu einnig bensín- og olíugjöld um tvö prósent, bæði almennt og sérstakt gjald sem og olíugjald. Ofan á gjöldin leggst svo virðisaukaskattur sem gerir skattahækkun ríkisins enn hærri í krónum talið. Runólfur tekur undir þau sjónarmið að hækkun bensín- og olíuverðs leggist þyngra á íbúa dreifbýlisins. Þar aki fólk yfirleitt lengri vegalengdir eftir þjónustu og hafi auk þess ekki sömu valkosti um ódýrara bensín og íbúar þéttbýlisins suðvestanlands. Samtök atvinnulífsins gagnrýna einnig þessa gjaldahækkun. „Já, við höfum gagnrýnt kolefnisgjaldshækkunina enda er þetta í raun skattheimta. Og ef við horfum svona heilt yfir þá erum við með skattheimtu í hæstu hæðum, við erum háskattaríki í alþjóðlegum samanburði, og hefðum fremur viljað sjá stjórnvöld mynda það svigrúm sem þarf á útgjaldahliðinni til að lækka skatta ,“ segir Ásdís.Bíleigendur greiða fimm krónum meira fyrir bensínlítrann eftir nýjustu skattahækkun stjórnvalda.Mynd/Stöð 2.Ríkið hækkaði almennt gjaldskrár um tvö prósent, sem þýddi meðal annars að tóbaksgjald hækkaði um tíu krónur á sígarettupakkann. Áfengisgjald hækkaði einnig um tvö prósent. Ríkisútvarpið fær hærri nefskatt af landsmönnum og hækkaði útvarpsgjaldið úr 16.800 krónum upp í 17.100 krónur. Sömuleiðis hækkaði gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Hjá Útlendingastofnun hækkaði afgreiðsla umsóknar um dvalarleyfi úr tólf í fimmtán þúsund krónur, endurnýjun dvalarleyfis úr sex í fimmtán þúsund, - hækkaði um 150 prósent, - og umsókn um íslenskan ríkisborgararétt hækkaði úr 15 í 25 þúsund krónur, eða um 67%. Staðan í verðlagsmálum er talin viðkvæm og spurning hvort lítinn neista þurfi til að tendra verðbólgubál.Lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og styrking krónu spornuðu gegn verðbólgu á síðasta ári.Mynd/Stöð 2.„Við vorum að einhverju leyti mjög heppin á síðasta ári. Viðskiptakjör voru okkur hagstæð og olíuverð þar skipti auðvitað verulegu máli, - var að lækka. Krónan var að styrkjast, þrátt fyrir verulegar launahækkanir,“ segir Ásdís. „Og það er auðvitað óábyrgt, má segja, að treysta á samskonar heppni á þessu ári. Og þessvegna verðum við svo sannarlega að vera á varðbergi. Og það er vonandi að okkur takist að viðhalda þeim verðstöðugleika sem við höfum upplifað á síðustu árum. En það eru auðvitað talsverðar áskoranir framundan.“ Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana og segir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins miklar áskoranir framundan í verðlagsmálum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þau Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, og Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Það eru öll olíufélögin búin að hækka, - það er reyndar undantekning; Costco er ekki búið að hækka ennþá,“ sagði Runólfur í dag. Hann sagði bensínið almennt hafa hækkað um fimm krónur á lítrann en dísilolían um allt að átta krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Kolefnisgjald hækkaði um 50 prósent, á bensíni um tæpar þrjár krónur á lítra en um rúmar þrjár á dísilolíu. Því til viðbótar hækkuðu einnig bensín- og olíugjöld um tvö prósent, bæði almennt og sérstakt gjald sem og olíugjald. Ofan á gjöldin leggst svo virðisaukaskattur sem gerir skattahækkun ríkisins enn hærri í krónum talið. Runólfur tekur undir þau sjónarmið að hækkun bensín- og olíuverðs leggist þyngra á íbúa dreifbýlisins. Þar aki fólk yfirleitt lengri vegalengdir eftir þjónustu og hafi auk þess ekki sömu valkosti um ódýrara bensín og íbúar þéttbýlisins suðvestanlands. Samtök atvinnulífsins gagnrýna einnig þessa gjaldahækkun. „Já, við höfum gagnrýnt kolefnisgjaldshækkunina enda er þetta í raun skattheimta. Og ef við horfum svona heilt yfir þá erum við með skattheimtu í hæstu hæðum, við erum háskattaríki í alþjóðlegum samanburði, og hefðum fremur viljað sjá stjórnvöld mynda það svigrúm sem þarf á útgjaldahliðinni til að lækka skatta ,“ segir Ásdís.Bíleigendur greiða fimm krónum meira fyrir bensínlítrann eftir nýjustu skattahækkun stjórnvalda.Mynd/Stöð 2.Ríkið hækkaði almennt gjaldskrár um tvö prósent, sem þýddi meðal annars að tóbaksgjald hækkaði um tíu krónur á sígarettupakkann. Áfengisgjald hækkaði einnig um tvö prósent. Ríkisútvarpið fær hærri nefskatt af landsmönnum og hækkaði útvarpsgjaldið úr 16.800 krónum upp í 17.100 krónur. Sömuleiðis hækkaði gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Hjá Útlendingastofnun hækkaði afgreiðsla umsóknar um dvalarleyfi úr tólf í fimmtán þúsund krónur, endurnýjun dvalarleyfis úr sex í fimmtán þúsund, - hækkaði um 150 prósent, - og umsókn um íslenskan ríkisborgararétt hækkaði úr 15 í 25 þúsund krónur, eða um 67%. Staðan í verðlagsmálum er talin viðkvæm og spurning hvort lítinn neista þurfi til að tendra verðbólgubál.Lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og styrking krónu spornuðu gegn verðbólgu á síðasta ári.Mynd/Stöð 2.„Við vorum að einhverju leyti mjög heppin á síðasta ári. Viðskiptakjör voru okkur hagstæð og olíuverð þar skipti auðvitað verulegu máli, - var að lækka. Krónan var að styrkjast, þrátt fyrir verulegar launahækkanir,“ segir Ásdís. „Og það er auðvitað óábyrgt, má segja, að treysta á samskonar heppni á þessu ári. Og þessvegna verðum við svo sannarlega að vera á varðbergi. Og það er vonandi að okkur takist að viðhalda þeim verðstöðugleika sem við höfum upplifað á síðustu árum. En það eru auðvitað talsverðar áskoranir framundan.“
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira