Seldu minna af flugeldum í ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. janúar 2018 12:00 Salan var nokkuð mismunandi eftir landshlutum og þá minni sums staðar í dreifbýlinu. Vísir/ernir Sumar björgunarsveitir seldu töluvert minna af flugeldum í ár en í fyrra en heilt yfir gekk salan þó ágætlega. Formaður Landsbjargar telur samkeppnina hafa tekið hlut af flugeldasölunni til sín. Flugeldasalan í ár gekk ágætlega að sögn Smára Sigurðssonar, formanns Landsbjargar, og voru flestar sveitir að selja svipað magn og í fyrra. Salan dróst hins vegar saman hjá sumum sveitum og telur Smári að heildarflugeldasalan í ár gæti því verið minni en í fyrra. Salan var nokkuð mismunandi eftir landshlutum og þá minni sums staðar í dreifbýlinu. „Þetta er svona meira úti í dreifbýlinu sem kemur einn og einn staður sem hefur selt verulega minna. Það er reyndar á ansi mörgum stöðum, hjá mörgum björgunarsveitum sem eru í litlu samfélagi, þar er sáralítil sala.“ Smári segir flugeldasöluna ganga upp og niður milli ára en telur að ýmis ytri skilyrði hefðu átt að veita henni meðbyr á þessu ári. „Nú var veðrið gott. Við fengum að vísu þessa umræðu um mengun sem truflaði svolítið og svo höfum við mjög virka samkeppni víða í flugeldum. Það stækkar ekkert flugeldamarkaðinn að hafa fleiri til að selja.“Mikið var sprengt á Skólavörðuholtinu í nótt.Vísir/EgillGerðist lítið fyrir hádegi Yfir helmingur sölunnar fer yfirleitt fram á gamlársdag en Smári segir söluna hafa farið heldur hægt af stað í gær. Mögulega hafi það haft áhrif að gamlársdagur lenti á sunnudegi. „Eins og í gær var svolítið sérstakt, allavega í mínu hverfi, minni björgunarsveit, þá gerðist ekki neitt fyrr en um hádegi. Þannig að þetta var ansi snarpur sprettur frá hádegi og fram að lokun, sem oftar en ekki dreifist á allan þennan dag. En það var margt óvenjulegt við söluna hjá okkur í ár, bæði seinni partinn á laugardaginn og á sunnudaginn,“ segir Smári Sigurðsson, formaður Landsbjargar. Flugeldar Tengdar fréttir Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sumar björgunarsveitir seldu töluvert minna af flugeldum í ár en í fyrra en heilt yfir gekk salan þó ágætlega. Formaður Landsbjargar telur samkeppnina hafa tekið hlut af flugeldasölunni til sín. Flugeldasalan í ár gekk ágætlega að sögn Smára Sigurðssonar, formanns Landsbjargar, og voru flestar sveitir að selja svipað magn og í fyrra. Salan dróst hins vegar saman hjá sumum sveitum og telur Smári að heildarflugeldasalan í ár gæti því verið minni en í fyrra. Salan var nokkuð mismunandi eftir landshlutum og þá minni sums staðar í dreifbýlinu. „Þetta er svona meira úti í dreifbýlinu sem kemur einn og einn staður sem hefur selt verulega minna. Það er reyndar á ansi mörgum stöðum, hjá mörgum björgunarsveitum sem eru í litlu samfélagi, þar er sáralítil sala.“ Smári segir flugeldasöluna ganga upp og niður milli ára en telur að ýmis ytri skilyrði hefðu átt að veita henni meðbyr á þessu ári. „Nú var veðrið gott. Við fengum að vísu þessa umræðu um mengun sem truflaði svolítið og svo höfum við mjög virka samkeppni víða í flugeldum. Það stækkar ekkert flugeldamarkaðinn að hafa fleiri til að selja.“Mikið var sprengt á Skólavörðuholtinu í nótt.Vísir/EgillGerðist lítið fyrir hádegi Yfir helmingur sölunnar fer yfirleitt fram á gamlársdag en Smári segir söluna hafa farið heldur hægt af stað í gær. Mögulega hafi það haft áhrif að gamlársdagur lenti á sunnudegi. „Eins og í gær var svolítið sérstakt, allavega í mínu hverfi, minni björgunarsveit, þá gerðist ekki neitt fyrr en um hádegi. Þannig að þetta var ansi snarpur sprettur frá hádegi og fram að lokun, sem oftar en ekki dreifist á allan þennan dag. En það var margt óvenjulegt við söluna hjá okkur í ár, bæði seinni partinn á laugardaginn og á sunnudaginn,“ segir Smári Sigurðsson, formaður Landsbjargar.
Flugeldar Tengdar fréttir Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36
Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36