Gluggaþvottur í Hörpu alls ekki fyrir lofthrædda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 21:00 Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að annast gluggaþvott í tónlistarhúsinu Hörpu en byggingin er ekki síður þekkt fyrir sinn föngulega glerhjúp. Hjúpurinn samanstendur af fleiri þúsund rúðum sem þrífa þarf reglulega og er heilmikið verk. Glerhjúpurinn er um 12.000 fermetrar og samanstendur af hvorki meira né minna en 9.300 rúðum. Hann er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni líkt og þekkt er en það eru verktakar sem annast regluleg þrif hjúpsins. „Þeir eru teknir einu sinni á ári að innan og utan og síðan höfum við farið, reyndar ekki nema einu sinni og þrifið inni í hjúpnum sjálfum. Það mæðir minna á þar,“ segir Sigurbjörn Sævarsson, starfsmaður hjá Sigmönnum ehf., sem annast gluggaþvottinn í Hörpu. Þegar hjúpurinn er þrifinn að innan hífa gluggaþvottamennirnir hvern annan upp í rjáfur Hörpunnar og þaðan síga þeir hægt og rólega niður, hlaðnir búnaði og pússa glerið, rúðu fyrir rúðu. Það getur tekið sinn tíma. Þegar hjúpurinn er þrifinn að utanverðu er yfirleitt notast við körfubíla en vandast svo málið þegar kemur að þeim hluta er snýr til sjávar. „Annað hérna næst bara úr körfubílnum og þá er því bara sinnt þannig. Þannig að við fáum að síga og svo er bara slembilukka hvort við lendum í sjónum eða hittum á bátinn sem bíður okkar,” segir Sigurbjörn. Hann segir ljóst að verkið sé ekki fyrir lofthrædda. „Það er allt í lagi smá lofthræðsla, það heldur manni á tánum að vera öruggur en það má ekki vera neitt meira en það.“ Sigurbjörn segir verkið í senn krefjandi og skemmtilegt. Þegar sólin getur það reynst erfitt við gluggaþvottinn en þá er aðeins eitt til ráða. „Stundum þarf maður að hafa sólgleraugu, þó maður sé inni ef það er of bjart.” Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að annast gluggaþvott í tónlistarhúsinu Hörpu en byggingin er ekki síður þekkt fyrir sinn föngulega glerhjúp. Hjúpurinn samanstendur af fleiri þúsund rúðum sem þrífa þarf reglulega og er heilmikið verk. Glerhjúpurinn er um 12.000 fermetrar og samanstendur af hvorki meira né minna en 9.300 rúðum. Hann er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni líkt og þekkt er en það eru verktakar sem annast regluleg þrif hjúpsins. „Þeir eru teknir einu sinni á ári að innan og utan og síðan höfum við farið, reyndar ekki nema einu sinni og þrifið inni í hjúpnum sjálfum. Það mæðir minna á þar,“ segir Sigurbjörn Sævarsson, starfsmaður hjá Sigmönnum ehf., sem annast gluggaþvottinn í Hörpu. Þegar hjúpurinn er þrifinn að innan hífa gluggaþvottamennirnir hvern annan upp í rjáfur Hörpunnar og þaðan síga þeir hægt og rólega niður, hlaðnir búnaði og pússa glerið, rúðu fyrir rúðu. Það getur tekið sinn tíma. Þegar hjúpurinn er þrifinn að utanverðu er yfirleitt notast við körfubíla en vandast svo málið þegar kemur að þeim hluta er snýr til sjávar. „Annað hérna næst bara úr körfubílnum og þá er því bara sinnt þannig. Þannig að við fáum að síga og svo er bara slembilukka hvort við lendum í sjónum eða hittum á bátinn sem bíður okkar,” segir Sigurbjörn. Hann segir ljóst að verkið sé ekki fyrir lofthrædda. „Það er allt í lagi smá lofthræðsla, það heldur manni á tánum að vera öruggur en það má ekki vera neitt meira en það.“ Sigurbjörn segir verkið í senn krefjandi og skemmtilegt. Þegar sólin getur það reynst erfitt við gluggaþvottinn en þá er aðeins eitt til ráða. „Stundum þarf maður að hafa sólgleraugu, þó maður sé inni ef það er of bjart.”
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira