Nýr og breyttur Sorento kynntur Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2018 11:30 Kia Sorento. Bílaumboðið Askja kynnir nýjan og breyttan Kia Sorento jeppa nk. laugardag kl. 12-16. Sorento hefur verið mjög vinsæll hér á landi enda stór og stæðilegur jeppi. Hann er í boði í bæði 5 og 7 sæta útgáfum þannig að stórar fjölskyldur ættu ekki að vera í neinum vandræðum á þessum jeppa. Sorento er með 2,2 lítra dísilvél sem er bæði aflmikil en að sama skapi sparneytin. Hún skilar 200 hestöflum en Sorento er með tveggja tonna dráttargetu. Vélin er einnig sparneytin og er eyðslan aðeins frá 6,2 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Nýja útgáfan af Sorento kemur með 8 þrepa sjálfskiptingu. Nýr Sorento kemur með enn meiri búnaði og þægindum en áður og er hlaðinn nýjasta upplýsinga- og tæknibúnaði. Jeppinn verður fáanlegur í þremur útfærslum; EX, Luxury og GT Line en sá síðastnefndi hefur ekki verið í boði áður hér á landi. Jeppinn er vel búinn staðalbúnaði í EX útfærslunni m.a. með rafmagni í bílstjórasæti og sætahækkun auk þess nýjasta í aksturs- og öryggisbúnaði frá Kia. Má þar nefna snjallhraðastilli og akreinavara. Sorento er enn betur búinn í Luxury og GT Líne og þá kemur hann m.a. með árekstrar- og blindblettsvara auk þess sem hann er með sjálfvirkri bílastæðalögn, þannig að bíllinn getur lagt sjálfur í stæði. Í GT Line er er til staðar 360° myndavél, panorama þak, hágæða Harman Kardon hljómkerfi og rafstýrður afturhleri sem kemur sér einkar vel í innkaupaferðunum eða í lok golfhringsins. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent
Bílaumboðið Askja kynnir nýjan og breyttan Kia Sorento jeppa nk. laugardag kl. 12-16. Sorento hefur verið mjög vinsæll hér á landi enda stór og stæðilegur jeppi. Hann er í boði í bæði 5 og 7 sæta útgáfum þannig að stórar fjölskyldur ættu ekki að vera í neinum vandræðum á þessum jeppa. Sorento er með 2,2 lítra dísilvél sem er bæði aflmikil en að sama skapi sparneytin. Hún skilar 200 hestöflum en Sorento er með tveggja tonna dráttargetu. Vélin er einnig sparneytin og er eyðslan aðeins frá 6,2 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Nýja útgáfan af Sorento kemur með 8 þrepa sjálfskiptingu. Nýr Sorento kemur með enn meiri búnaði og þægindum en áður og er hlaðinn nýjasta upplýsinga- og tæknibúnaði. Jeppinn verður fáanlegur í þremur útfærslum; EX, Luxury og GT Line en sá síðastnefndi hefur ekki verið í boði áður hér á landi. Jeppinn er vel búinn staðalbúnaði í EX útfærslunni m.a. með rafmagni í bílstjórasæti og sætahækkun auk þess nýjasta í aksturs- og öryggisbúnaði frá Kia. Má þar nefna snjallhraðastilli og akreinavara. Sorento er enn betur búinn í Luxury og GT Líne og þá kemur hann m.a. með árekstrar- og blindblettsvara auk þess sem hann er með sjálfvirkri bílastæðalögn, þannig að bíllinn getur lagt sjálfur í stæði. Í GT Line er er til staðar 360° myndavél, panorama þak, hágæða Harman Kardon hljómkerfi og rafstýrður afturhleri sem kemur sér einkar vel í innkaupaferðunum eða í lok golfhringsins.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent