Sögðust hafa tekið stera vegna sólarlandaferðar en fengu enga miskunn hjá Áfrýjunardómstólnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 07:45 Íshokkímaður. Myndin tengist málinu ekki. Vísir/Getty Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands staðfesti í gær fjögurra ára keppnisbann yfir íshokkí-landsliðsmönnunum Birni Róberti Sigurðssyni og Steindóri Ingasyni. Þeir féllu báðir á lyfaprófi eftir að hafa verið að eigin sögn að undirbúa sig fyrir sólarlandaferð en ekki fyrir keppni inn á svellinu. Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason tóku inn stera sem voru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu á lyfjaprófi. Skýring þeirra þá og öll vörn þeirra hefur snúist um að þeir hafi tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð en ekki til að bæta árangur sinn í íshokkí. Á það féllst dómurinn hinsvegar ekki. Björn Róbert og Steindór áfrýjuðu dómi dómstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá 6. desember síðastliðnum og vildu að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur og málinu vísað heim til dómstóls ÍSÍ til efnislegrar úrlausnar en á það var ekki fallist. Tvímenningarnir vísuðu meðal annars til þess að þeir féllu ekki undir gildissvið laga ÍSÍ og að ákæran í málinu væri haldin ágöllum. „Heimildir dómstóla til refsilækkunnar eru mjög takmarkaðar í lögunum eins og fram kemur í forsendum hins áfrjýjaða dóms. Með vísann til þessa og að öðru leyti forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í lokaorðum dómsins. Þeir Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason eru því báðir dæmdir í fjögurra ára óhlutgengis til þátttöku í allri starfsemi sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðili þess eða félaga eða deilda innan þeirra frá 6. september 2017. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir Björn Róbert og Steindór mega ekki koma nálægt íslensku íþróttalífi til 6. sepetember 2021. Dómana má sjá hér og hér. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36 Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Jorge Costa látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira
Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands staðfesti í gær fjögurra ára keppnisbann yfir íshokkí-landsliðsmönnunum Birni Róberti Sigurðssyni og Steindóri Ingasyni. Þeir féllu báðir á lyfaprófi eftir að hafa verið að eigin sögn að undirbúa sig fyrir sólarlandaferð en ekki fyrir keppni inn á svellinu. Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason tóku inn stera sem voru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu á lyfjaprófi. Skýring þeirra þá og öll vörn þeirra hefur snúist um að þeir hafi tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð en ekki til að bæta árangur sinn í íshokkí. Á það féllst dómurinn hinsvegar ekki. Björn Róbert og Steindór áfrýjuðu dómi dómstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá 6. desember síðastliðnum og vildu að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur og málinu vísað heim til dómstóls ÍSÍ til efnislegrar úrlausnar en á það var ekki fallist. Tvímenningarnir vísuðu meðal annars til þess að þeir féllu ekki undir gildissvið laga ÍSÍ og að ákæran í málinu væri haldin ágöllum. „Heimildir dómstóla til refsilækkunnar eru mjög takmarkaðar í lögunum eins og fram kemur í forsendum hins áfrjýjaða dóms. Með vísann til þessa og að öðru leyti forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í lokaorðum dómsins. Þeir Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason eru því báðir dæmdir í fjögurra ára óhlutgengis til þátttöku í allri starfsemi sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðili þess eða félaga eða deilda innan þeirra frá 6. september 2017. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir Björn Róbert og Steindór mega ekki koma nálægt íslensku íþróttalífi til 6. sepetember 2021. Dómana má sjá hér og hér.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36 Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Jorge Costa látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira
Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36
Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15