Allar plastumbúðir verði úr endurvinnanlegu efni Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. janúar 2018 21:30 Allar plastumbúðir innan Evrópusambandsins skulu vera gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030. Þetta er meðal markmiða í nýrri áætlun sambandsins, en íbúar nota samtals meira en 190 þúsund plastpoka á mínútu. Ef fram heldur sem horfir verður brátt meira af plasti en fiski í hafinu. Tölurnar eru sláandi og það er framtíðarsýnin einnig, en í úttekt sambandsins kemur m.a. fram að aðeins tæp 7% plastpoka sem notaðir eru innan ESB eru endurunnir. Stór hluti þess plasts sem notað er endar hins vegar í hafinu með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. „Við finnum nú plastpoka og plastleifar í maga sjófugla, fiska og spendýra, t.d. strandaðra hvala. Það þarf því augljóslega að grípa til aðgerða,“ segir Karmenu Vella, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá ESB.Ef ekki verður gripið til aðgerða óttast sérfræðingar að eftir þrjátíu ár muni hafið innihalda meira af plasti en fiski. Þá þekkjast einnig dæmi þess að plastefni séu farin að koma sér fyrir í lungum fólks og fæðu, með óþekktum afleiðingum. Ný áætlun sambandsins er hins vegar metnaðarfull. Þannig á, auk þess að gera allt plast úr endurvinnanlegum efnum, að setja skorður við notkun svokallaðs örplasts og leggja umtalsvert meira í nýsköpun og þróun. Veigamesta atriðið er þó einföld vitundarvakning og hvatning til íbúa um að draga úr plastnotkun sinni. „Um þessar mundir notum við um 100 milljarða plastpoka á ári. Það nemur 200 pokum á mann ár hvert. Það er gríðarleg sóun,“ segir Vella. Evrópusambandið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Allar plastumbúðir innan Evrópusambandsins skulu vera gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030. Þetta er meðal markmiða í nýrri áætlun sambandsins, en íbúar nota samtals meira en 190 þúsund plastpoka á mínútu. Ef fram heldur sem horfir verður brátt meira af plasti en fiski í hafinu. Tölurnar eru sláandi og það er framtíðarsýnin einnig, en í úttekt sambandsins kemur m.a. fram að aðeins tæp 7% plastpoka sem notaðir eru innan ESB eru endurunnir. Stór hluti þess plasts sem notað er endar hins vegar í hafinu með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífríkið. „Við finnum nú plastpoka og plastleifar í maga sjófugla, fiska og spendýra, t.d. strandaðra hvala. Það þarf því augljóslega að grípa til aðgerða,“ segir Karmenu Vella, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá ESB.Ef ekki verður gripið til aðgerða óttast sérfræðingar að eftir þrjátíu ár muni hafið innihalda meira af plasti en fiski. Þá þekkjast einnig dæmi þess að plastefni séu farin að koma sér fyrir í lungum fólks og fæðu, með óþekktum afleiðingum. Ný áætlun sambandsins er hins vegar metnaðarfull. Þannig á, auk þess að gera allt plast úr endurvinnanlegum efnum, að setja skorður við notkun svokallaðs örplasts og leggja umtalsvert meira í nýsköpun og þróun. Veigamesta atriðið er þó einföld vitundarvakning og hvatning til íbúa um að draga úr plastnotkun sinni. „Um þessar mundir notum við um 100 milljarða plastpoka á ári. Það nemur 200 pokum á mann ár hvert. Það er gríðarleg sóun,“ segir Vella.
Evrópusambandið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira