Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. janúar 2018 12:17 Verjendur að gera sig klára fyrir aðalmeðferðina. Í bakgrunni má sjá Lárus Welding og Jóhannes Baldursson. Vísir/Anton Brink Pétur Jónasson, einn ákærða í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, segist hafa unnið í afar stuttan tíma fyrir deild eigin viðskipta hjá bankanum og því geta lítið tjáð sig um hver stefna bankans var um kaup á bréfum í bankanum. Þetta kom fram í máli Péturs við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur starfaði hjá deild eigin viðskipta frá mars til september árið 2007 og var síðar færður til annara starfa í bankanum þar til honum var sagt upp störfum í mars árið 2008. Hann segir það hafa haft mikil áhrif á sig að hafa stöðu sakbornings í málinu í langan tíma. Fylgt út á stétt Pétur var fyrst boðaður í skýrslutöku vegna málsins í nóvember árið 2011 og liðu þá fimm ár þangað til gefin var út ákæra í málinu en það var gert í apríl árið 2016. Nú, tæpum tveimur árum seinna, hefst aðalmeðferð í málinu. Hann segir málið hafa haft mikil og neikvæð áhrif á hann og hans starfsferil. Hann hafi verið ungur og nýútskrifaður úr námi þegar hann hóf störf við bankann. Í maí 2008 hafi honum svo verið sagt upp störfum og sagði hann að Magnús Pálmi Örnólfsson, þáverandi forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, og Jóhannes Baldursson þáverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis hafi í kjölfar fundar fylgt honum út úr byggingu Glitnis og út á stétt. „Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það,” sagði Pétur. Hann sagði það hafa einnig hafa haft áhrif á fjölskyldu hans og sálarlíf. „Enda hef ég þurft að leita mér hjálpar út af því.“Pétur starfaði hjá deild eigin viðskipta frá mars til september árið 2007 og var síðar færður til annara starfa í bankanum þar til honum var sagt upp störfum í mars árið 2008.VísirMan ekki eftir formlegum fyrirmælum Pétur segist hafa litið á Jónas Guðmundsson, sem einnig er ákærður í málinu, sem óformlegan yfirmann sinn, enda hafi hann verið eldri og reyndari en hann sjálfur. Hann segir að fáir fundir hafi verið innan deildar eigin viðskipta þá mánuði sem hann starfaði þar. Hann hafi ekki setið neina fundi með Jóhannesi Baldurssyni utan ráðningarviðtals. Pétur lýsti því að starf hans hafi aðallega verið fólgið í því að sjá um formlegar viðskiptavaktir en að fyrir liggi að hann hafi keypt bréf í Glitni. Hann sagði það hafa verið gert að undirlagi Jónasar. Saksóknari benti á að Pétur hafi aðallega keypt bréf í bankanum þegar Jónas var fjarverandi og sagðist hann ekki muna eftir að hafa fengið formleg fyrirmæli þess efnis og að á þeim tíma hafi þau virst vera góður fjárfestingarkostur.Viðskipti eftir að Pétur var færður til innan bankans Þann 16. september 2008 hafi hann verið færður til í starfi og unnið við gjaldeyrisstýringu og enn verið undirmaður Magnúsar Pálma. Hann segist ekkert hafa komið að hlutabréfakaupum eftir það. Meðal gagna málsins eru þó skjöl sem sýna að fjárfest var í nafni Péturs í bréfum í bankanum alls sjö sinnum í október 2008. Pétur segist telja að það hafi verið viðskipti fyrir Valgarð Má Valgarðsson, sem einnig er ákærður í málinu. Líklegt sé að hann hafi opnað kerfið fyrir Valgarð svo hann gæti átt í viðskiptum. Pétur sagðist engin samskipti hafa átt við Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra bankans og að hann hafi aldrei fengið fyrirmæli frá honum um hvernig hann ætti að haga starfi sínu. Þá sagðist hann lítil samskipti hafa átt við Jóhannes Baldursson og að hann hafi aldrei fengið fyrirmæli frá honum um hvernig ætti að stilla upp tilboðum innan kauphallarinnar. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Pétur Jónasson, einn ákærða í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, segist hafa unnið í afar stuttan tíma fyrir deild eigin viðskipta hjá bankanum og því geta lítið tjáð sig um hver stefna bankans var um kaup á bréfum í bankanum. Þetta kom fram í máli Péturs við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur starfaði hjá deild eigin viðskipta frá mars til september árið 2007 og var síðar færður til annara starfa í bankanum þar til honum var sagt upp störfum í mars árið 2008. Hann segir það hafa haft mikil áhrif á sig að hafa stöðu sakbornings í málinu í langan tíma. Fylgt út á stétt Pétur var fyrst boðaður í skýrslutöku vegna málsins í nóvember árið 2011 og liðu þá fimm ár þangað til gefin var út ákæra í málinu en það var gert í apríl árið 2016. Nú, tæpum tveimur árum seinna, hefst aðalmeðferð í málinu. Hann segir málið hafa haft mikil og neikvæð áhrif á hann og hans starfsferil. Hann hafi verið ungur og nýútskrifaður úr námi þegar hann hóf störf við bankann. Í maí 2008 hafi honum svo verið sagt upp störfum og sagði hann að Magnús Pálmi Örnólfsson, þáverandi forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, og Jóhannes Baldursson þáverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis hafi í kjölfar fundar fylgt honum út úr byggingu Glitnis og út á stétt. „Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það,” sagði Pétur. Hann sagði það hafa einnig hafa haft áhrif á fjölskyldu hans og sálarlíf. „Enda hef ég þurft að leita mér hjálpar út af því.“Pétur starfaði hjá deild eigin viðskipta frá mars til september árið 2007 og var síðar færður til annara starfa í bankanum þar til honum var sagt upp störfum í mars árið 2008.VísirMan ekki eftir formlegum fyrirmælum Pétur segist hafa litið á Jónas Guðmundsson, sem einnig er ákærður í málinu, sem óformlegan yfirmann sinn, enda hafi hann verið eldri og reyndari en hann sjálfur. Hann segir að fáir fundir hafi verið innan deildar eigin viðskipta þá mánuði sem hann starfaði þar. Hann hafi ekki setið neina fundi með Jóhannesi Baldurssyni utan ráðningarviðtals. Pétur lýsti því að starf hans hafi aðallega verið fólgið í því að sjá um formlegar viðskiptavaktir en að fyrir liggi að hann hafi keypt bréf í Glitni. Hann sagði það hafa verið gert að undirlagi Jónasar. Saksóknari benti á að Pétur hafi aðallega keypt bréf í bankanum þegar Jónas var fjarverandi og sagðist hann ekki muna eftir að hafa fengið formleg fyrirmæli þess efnis og að á þeim tíma hafi þau virst vera góður fjárfestingarkostur.Viðskipti eftir að Pétur var færður til innan bankans Þann 16. september 2008 hafi hann verið færður til í starfi og unnið við gjaldeyrisstýringu og enn verið undirmaður Magnúsar Pálma. Hann segist ekkert hafa komið að hlutabréfakaupum eftir það. Meðal gagna málsins eru þó skjöl sem sýna að fjárfest var í nafni Péturs í bréfum í bankanum alls sjö sinnum í október 2008. Pétur segist telja að það hafi verið viðskipti fyrir Valgarð Má Valgarðsson, sem einnig er ákærður í málinu. Líklegt sé að hann hafi opnað kerfið fyrir Valgarð svo hann gæti átt í viðskiptum. Pétur sagðist engin samskipti hafa átt við Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra bankans og að hann hafi aldrei fengið fyrirmæli frá honum um hvernig hann ætti að haga starfi sínu. Þá sagðist hann lítil samskipti hafa átt við Jóhannes Baldursson og að hann hafi aldrei fengið fyrirmæli frá honum um hvernig ætti að stilla upp tilboðum innan kauphallarinnar.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59