Birta samantekt á söguþræði Han Solo-myndarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2018 23:19 Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd IMDB Rúmlega fjórir mánuðir eru í frumsýningu á Stjörnustríðsmyndinni Solo sem fjallar um yngri ár smyglarans Han Solo sem Harrison Ford lék svo eftirminnilega.Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd en framleiðslufyrirtækið Lucasfilm sendi frá sér stutta samantekt á söguþræði myndarinnar í kvöld. Þar segir að áhorfendum verði boðið um borð í geimskipið Millennium Falcon þar sem þeir fá að fylgjast með ævintýrum Solo. Mun hann lenda í einhverjum hremmingum í undirheimum stjörnuþokunnar þar sem hann hittir meðal annars Chewbacca og hinn alræmda fjárhættuspilara Lando Calrissian.Donald Glover mun leika ungan Lando Calrissian en í Stjörnustríðsmyndinni Empire Strikes Back kom fram að Han Solo hefði eignast Millennium Falcon eftir að Lando hafði lagt geimskipið undir í fjárhættuspili við smyglarann. Framleiðsla myndarinnar hefur verið heldur stormasöm en leikstjórarnir Phil Lord og Chris Miller, sem eiga að baki Lego Movie, voru fengnir til verksins. Forstjóri Lucasfilm rak þá í fyrra og fékk Óskarsverðlaunahafann Ron Howard í verkið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Rúmlega fjórir mánuðir eru í frumsýningu á Stjörnustríðsmyndinni Solo sem fjallar um yngri ár smyglarans Han Solo sem Harrison Ford lék svo eftirminnilega.Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd en framleiðslufyrirtækið Lucasfilm sendi frá sér stutta samantekt á söguþræði myndarinnar í kvöld. Þar segir að áhorfendum verði boðið um borð í geimskipið Millennium Falcon þar sem þeir fá að fylgjast með ævintýrum Solo. Mun hann lenda í einhverjum hremmingum í undirheimum stjörnuþokunnar þar sem hann hittir meðal annars Chewbacca og hinn alræmda fjárhættuspilara Lando Calrissian.Donald Glover mun leika ungan Lando Calrissian en í Stjörnustríðsmyndinni Empire Strikes Back kom fram að Han Solo hefði eignast Millennium Falcon eftir að Lando hafði lagt geimskipið undir í fjárhættuspili við smyglarann. Framleiðsla myndarinnar hefur verið heldur stormasöm en leikstjórarnir Phil Lord og Chris Miller, sem eiga að baki Lego Movie, voru fengnir til verksins. Forstjóri Lucasfilm rak þá í fyrra og fékk Óskarsverðlaunahafann Ron Howard í verkið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira