Sýnileiki Magnús Guðmundsson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Síðustu ár hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, notið fjárstyrkja frá fjárfestingarfélaginu GAMMA. Núgildandi verðmæti samningsins er um 22,5 milljónir á ári, um 2,2% þeirrar upphæðar sem SÍ fær frá ríkinu, en eins og kom fram í síðasta tölublaði Stundarinnar, þá neita samningsaðilar að opinbera samninginn. Almenningur, eigandi hljómsveitarinnar, veit ekkert og fær ekkert að vita um það hvað felst í samningnum. Það er eðli listarinnar og hlutverk að rýna í manneskjuna og samfélagið og hika ekki við að ganga gegn ríkjandi valdi. Þetta er margfalt mikilvægara en svokölluð efnahagsleg áhrif skapandi greina, jafnvel í samfélagi sem metur virði alls í peningum illu heilli. Að sama skapi er list sem er veraldlegu valdi þóknanleg, hvers eðlis sem það er, á glapstigum. Andleg örbirgð eru skelfileg örlög. Íslenskt samfélag bar gæfu til þess á síðustu öld að átta sig á mikilvægi lista og menningar. Átta sig á því að það er ekki síst í gegnum frjálsa og óhefta listsköpun sem þjóð getur fundið sjálfsmynd sína, styrk og virðingu. Það var á þessari forsendu sem Íslendingar báru gæfu til þess að stofna m.a. þjóðleikhús, listasafn og sinfóníu og sameinast um að gera þetta fyrir fé okkar allra á þessu landi. Fyrir þetta fé ber þessum stofnunum að gefa listamönnum fullt og óskorað frelsi til sköpunar á sínum eigin forsendum en fyrir þjóðina. Það er því umhugsunarvert að risafjárfestingarfélagið GAMMA styrki Sinfóníuhljómsveit Íslands, nýti það til þess að lyfta ímynd sinni á hærra plan, en samningsaðilar neiti svo að sýna almenningi forsendur samningsins. Slíkur samningur verður eðli málsins samkvæmt alltaf að vera opinber og báðum aðilum að fullu aðgengilegur og þá ekki aðeins ráðnum fulltrúum almennings heldur almenningi sjálfum, hinum eiginlega eiganda SÍ. Það á að vera af hinu góða að einkaaðilar leggi listinni lið en það þarf að vera á forsendum listarinnar en ekki fjármagnsins og almenningi sýnilegt. Þegar stjórnendur SÍ ákváðu að þiggja styrkinn og selja GAMMA þannig hlutdeild í hljómsveit þjóðarinnar, bar þeim einnig skylda til þess að tryggja almenningi fulla vitneskju um þann gjörning og allt sem honum fylgir. Eflaust fylgir samningnum ekki réttur GAMMA til þess að áhrif á verkefnaval eða listrænt frelsi á nokkurn hátt, slíkt væri auðvitað galið, en það breytir ekki þeirri staðreynd að leyndarhyggja rýrir traust og grefur undan virðingu stofnana. Það er meira en nóg fyrir þessa þjóð að sitja uppi með leyndarhyggju og sérhagsmunabrölt í stjórnsýslunni. Listræn stofnun á borð við SÍ á að stunda sína listrænu leit að innsta kjarna manneskjunnar, sannleikanum og hinum hreina tóni og miðla því til þjóðarinnar. En að það sé verkefni á vegum SÍ að sitja fyrir í auglýsingum og leita að góðu veðri fyrir fjárfestingarfélag úti í bæ er frekar vafasamt. Ef svo er þá eiga eigendur sveitarinnar rétt á að vita hvernig er í pottinn búið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Síðustu ár hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, notið fjárstyrkja frá fjárfestingarfélaginu GAMMA. Núgildandi verðmæti samningsins er um 22,5 milljónir á ári, um 2,2% þeirrar upphæðar sem SÍ fær frá ríkinu, en eins og kom fram í síðasta tölublaði Stundarinnar, þá neita samningsaðilar að opinbera samninginn. Almenningur, eigandi hljómsveitarinnar, veit ekkert og fær ekkert að vita um það hvað felst í samningnum. Það er eðli listarinnar og hlutverk að rýna í manneskjuna og samfélagið og hika ekki við að ganga gegn ríkjandi valdi. Þetta er margfalt mikilvægara en svokölluð efnahagsleg áhrif skapandi greina, jafnvel í samfélagi sem metur virði alls í peningum illu heilli. Að sama skapi er list sem er veraldlegu valdi þóknanleg, hvers eðlis sem það er, á glapstigum. Andleg örbirgð eru skelfileg örlög. Íslenskt samfélag bar gæfu til þess á síðustu öld að átta sig á mikilvægi lista og menningar. Átta sig á því að það er ekki síst í gegnum frjálsa og óhefta listsköpun sem þjóð getur fundið sjálfsmynd sína, styrk og virðingu. Það var á þessari forsendu sem Íslendingar báru gæfu til þess að stofna m.a. þjóðleikhús, listasafn og sinfóníu og sameinast um að gera þetta fyrir fé okkar allra á þessu landi. Fyrir þetta fé ber þessum stofnunum að gefa listamönnum fullt og óskorað frelsi til sköpunar á sínum eigin forsendum en fyrir þjóðina. Það er því umhugsunarvert að risafjárfestingarfélagið GAMMA styrki Sinfóníuhljómsveit Íslands, nýti það til þess að lyfta ímynd sinni á hærra plan, en samningsaðilar neiti svo að sýna almenningi forsendur samningsins. Slíkur samningur verður eðli málsins samkvæmt alltaf að vera opinber og báðum aðilum að fullu aðgengilegur og þá ekki aðeins ráðnum fulltrúum almennings heldur almenningi sjálfum, hinum eiginlega eiganda SÍ. Það á að vera af hinu góða að einkaaðilar leggi listinni lið en það þarf að vera á forsendum listarinnar en ekki fjármagnsins og almenningi sýnilegt. Þegar stjórnendur SÍ ákváðu að þiggja styrkinn og selja GAMMA þannig hlutdeild í hljómsveit þjóðarinnar, bar þeim einnig skylda til þess að tryggja almenningi fulla vitneskju um þann gjörning og allt sem honum fylgir. Eflaust fylgir samningnum ekki réttur GAMMA til þess að áhrif á verkefnaval eða listrænt frelsi á nokkurn hátt, slíkt væri auðvitað galið, en það breytir ekki þeirri staðreynd að leyndarhyggja rýrir traust og grefur undan virðingu stofnana. Það er meira en nóg fyrir þessa þjóð að sitja uppi með leyndarhyggju og sérhagsmunabrölt í stjórnsýslunni. Listræn stofnun á borð við SÍ á að stunda sína listrænu leit að innsta kjarna manneskjunnar, sannleikanum og hinum hreina tóni og miðla því til þjóðarinnar. En að það sé verkefni á vegum SÍ að sitja fyrir í auglýsingum og leita að góðu veðri fyrir fjárfestingarfélag úti í bæ er frekar vafasamt. Ef svo er þá eiga eigendur sveitarinnar rétt á að vita hvernig er í pottinn búið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun