Hvað getur gerst hjá strákunum okkar í kvöld? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2018 11:00 Strákarnir okkar geta komist áfram í kvöld þrátt fyrir tap. Vísir/Getty Leikurinn við Serbíu á EM í handbolta í kvöld ræður úrslitum fyrir framhald íslenska landsliðsins á mótinu. Okkar menn gætu farið áfram í milliriðla en líka fallið úr leik. Sigur Íslands á Svíþjóð í fyrsta leik keppninnar setur strákana okkar í vænlega stöðu fyrir leikinn gegn Serbum í kvöld. Serbar hafa tapað báðum leikjum sínum í riðlinum til þessa.Sjá einnig:Norskur sérfræðingur: Svíar leyfðu Serbum að skora því þeir vilja ekki að Ísland komist áfram Þrjú lið af fjórum komast áfram í milliriðla og liðin taka með sér stigin sem þau unnu sér inn gegn öðrum liðum sem komust áfram upp úr riðlinum. Eftir sigur Svía á Serbíu í gær er ljóst að Svíþjóð er komið áfram í milliriðla. Það þýðir að ef strákarnir komast áfram í kvöld munu þeir taka með sér tvö stig. Vísir skoðar möguleikana sem eru í stöðunni fyrir lokaumferð A-riðils á EM í Serbíu.Ísland vinnur Serbíu Málið er einfalt. Ef strákarnir vinna í kvöld komast þeir áfram í milliriðla og taka með sér tvö stig.Ísland og Serbía gera jafntefli Það sama gerist - Ísland kemst áfram og tekur með sér tvö stig.Ísland tapar fyrir SerbíuEf að Króatía vinnur Svíþjóð í kvöld kemst Ísland áfram með tvö stig ef að okkar menn tapa ekki með meira en þriggja marka mun. Verði úrslitin á þann vega að Ísland tapi með eins til þriggja marka mun þarf þó íslenska þjóðin að bíða í rúmar tvær klukkustundir eftir úrslitunum úr leik Króatíu og Svíþjóðar, sem hefst klukkan 19.30. Fjögurra marka tap eða stærra þýðir að Ísland er úr leik, sama hvað gerist í hinum leik riðilsins.Ef að Króatía og Svíþjóð gera jafntefli í kvöld verða strákarnir okkar að ná að minnsta kosti jafntefli gegn Serbum til að komast áfram með tvö stig.Ef að Svíþjóð vinnur Króatíu í kvöld gildir hið sama: Ísland verður að ná í minnst eitt stig í kvöld til að komast áfram með tvö stig. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Leikurinn við Serbíu á EM í handbolta í kvöld ræður úrslitum fyrir framhald íslenska landsliðsins á mótinu. Okkar menn gætu farið áfram í milliriðla en líka fallið úr leik. Sigur Íslands á Svíþjóð í fyrsta leik keppninnar setur strákana okkar í vænlega stöðu fyrir leikinn gegn Serbum í kvöld. Serbar hafa tapað báðum leikjum sínum í riðlinum til þessa.Sjá einnig:Norskur sérfræðingur: Svíar leyfðu Serbum að skora því þeir vilja ekki að Ísland komist áfram Þrjú lið af fjórum komast áfram í milliriðla og liðin taka með sér stigin sem þau unnu sér inn gegn öðrum liðum sem komust áfram upp úr riðlinum. Eftir sigur Svía á Serbíu í gær er ljóst að Svíþjóð er komið áfram í milliriðla. Það þýðir að ef strákarnir komast áfram í kvöld munu þeir taka með sér tvö stig. Vísir skoðar möguleikana sem eru í stöðunni fyrir lokaumferð A-riðils á EM í Serbíu.Ísland vinnur Serbíu Málið er einfalt. Ef strákarnir vinna í kvöld komast þeir áfram í milliriðla og taka með sér tvö stig.Ísland og Serbía gera jafntefli Það sama gerist - Ísland kemst áfram og tekur með sér tvö stig.Ísland tapar fyrir SerbíuEf að Króatía vinnur Svíþjóð í kvöld kemst Ísland áfram með tvö stig ef að okkar menn tapa ekki með meira en þriggja marka mun. Verði úrslitin á þann vega að Ísland tapi með eins til þriggja marka mun þarf þó íslenska þjóðin að bíða í rúmar tvær klukkustundir eftir úrslitunum úr leik Króatíu og Svíþjóðar, sem hefst klukkan 19.30. Fjögurra marka tap eða stærra þýðir að Ísland er úr leik, sama hvað gerist í hinum leik riðilsins.Ef að Króatía og Svíþjóð gera jafntefli í kvöld verða strákarnir okkar að ná að minnsta kosti jafntefli gegn Serbum til að komast áfram með tvö stig.Ef að Svíþjóð vinnur Króatíu í kvöld gildir hið sama: Ísland verður að ná í minnst eitt stig í kvöld til að komast áfram með tvö stig.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira