Nassar misnotaði líka frægustu fimleikakonu heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 08:30 Simone Biles. Vísir/Getty Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. Simone Biles sagði frá því að Twitter að hún væri ein af fórnalömbum Larry Nassar og notað myllumerkin „Tilfinngar“ og „MeToo“.Feelings... #MeToopic.twitter.com/ICiu0FCa0n — Simone Biles (@Simone_Biles) January 15, 2018 „Flest ykkar vita að ég er glöð, flissgjörn og orkumikil stelpa en upp á síðkastið hef ég verið niðurbrotin. Því meira sem ég hef reynt að þagga niður í röddinni í hausnum á mér því hærra öskrar hún. Ég er ekki lengur hrædd við að segja sögu mína,“ skrifaði Simone Biles. Læknirinn, heitir Larry Nassar og var á dögunum dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að hafa verið með mynefni sem sýndi barnaníð í tölvunni sinni. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa misnotað fimleikastúlkur en þær hafa hver á fætur annarri stigið fram og sagt frá samskiptum sínum við hinn 54 ára gamla Nassar. Biles, sem vann fjögur ólympíugull á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst 2016. Í yfirlýsingu hennar segir að hún ætlaði ekki að láta Nassar stela frá sér ástinni og ánægjunni. „Ég veit að þessi hræðilega reynsla mun ekki skilgreina mig því ég er miklu meira en þetta,“ skrifaði Biles. Bandaríska fimleikasambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að fólk þar á bæ væri harmi lostið yfir þessum fréttum og mikil reiði og sorg væri með það að Simone Biles og allar hinar fimleikakonurnar hafi lent í þessum skelfilegu kringumstæðum. Simone Biles er staðráðin að komast í gegnum þetta og hefur sett stefnuna á að vinna fleiri Ólympíugull á ÓL í Tókýó 2020. „Ég er einstök, klár, hæfileikarík, staðráðin og ástríðufull. Ég hef lofað sjálfri mér að saga mín verði meira en þetta mál og ég lofa ykkur öllum að ég mun aldrei gefast upp. Ég elska þessa íþrótta of mikið og ég hætti aldrei. Ég læt ekki einn mann og aðra sem aðstoðuðu hann stela ást minni og hamingju,“ skrifaði Biles. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. Simone Biles sagði frá því að Twitter að hún væri ein af fórnalömbum Larry Nassar og notað myllumerkin „Tilfinngar“ og „MeToo“.Feelings... #MeToopic.twitter.com/ICiu0FCa0n — Simone Biles (@Simone_Biles) January 15, 2018 „Flest ykkar vita að ég er glöð, flissgjörn og orkumikil stelpa en upp á síðkastið hef ég verið niðurbrotin. Því meira sem ég hef reynt að þagga niður í röddinni í hausnum á mér því hærra öskrar hún. Ég er ekki lengur hrædd við að segja sögu mína,“ skrifaði Simone Biles. Læknirinn, heitir Larry Nassar og var á dögunum dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að hafa verið með mynefni sem sýndi barnaníð í tölvunni sinni. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa misnotað fimleikastúlkur en þær hafa hver á fætur annarri stigið fram og sagt frá samskiptum sínum við hinn 54 ára gamla Nassar. Biles, sem vann fjögur ólympíugull á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst 2016. Í yfirlýsingu hennar segir að hún ætlaði ekki að láta Nassar stela frá sér ástinni og ánægjunni. „Ég veit að þessi hræðilega reynsla mun ekki skilgreina mig því ég er miklu meira en þetta,“ skrifaði Biles. Bandaríska fimleikasambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að fólk þar á bæ væri harmi lostið yfir þessum fréttum og mikil reiði og sorg væri með það að Simone Biles og allar hinar fimleikakonurnar hafi lent í þessum skelfilegu kringumstæðum. Simone Biles er staðráðin að komast í gegnum þetta og hefur sett stefnuna á að vinna fleiri Ólympíugull á ÓL í Tókýó 2020. „Ég er einstök, klár, hæfileikarík, staðráðin og ástríðufull. Ég hef lofað sjálfri mér að saga mín verði meira en þetta mál og ég lofa ykkur öllum að ég mun aldrei gefast upp. Ég elska þessa íþrótta of mikið og ég hætti aldrei. Ég læt ekki einn mann og aðra sem aðstoðuðu hann stela ást minni og hamingju,“ skrifaði Biles.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira