Lentu á króatískum varnarvegg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2018 06:00 Ómar Ingi Magnússon var í byrjunarliðinu í gær og skoraði þrjú mörk. vísir/ernir Eins og svo oft áður reyndist Króatía of stór hindrun fyrir strákana okkar á stórmóti. Króatar unnu leik liðanna í gær, 22-29, og eru með fullt hús stiga í A-riðli og komnir áfram í milliriðil. Íslendingar eru aftur á móti með tvö stig og mega ekki tapa fyrir Serbum í lokaleik sínum í riðlakeppninni á morgun. Með sigri á Serbíu fer Ísland með tvö stig inn í milliriðil. Serbar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM og engin leið að segja í hvaða hugarástandi þeir mæta til leiks á morgun. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndu Króatar mátt sinn og megin og keyrðu yfir Íslendinga. Domagoj Duvnjak lék ekki með Króatíu í gær en það breytti engu. Fyrri hálfleikurinn var einkar vel spilaður af Íslands hálfu. Aron Pálmarsson byrjaði leikinn af miklum krafti og hann kom Íslandi yfir, 7-8, á 17. mínútu. Króatía svaraði með 5-1 kafla en Íslendingar neituðu að gefa sig og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 13-14. Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik var frábær, 87%, en töpuðu boltarnir voru alltof margir, eða átta. Þá var varnarleikurinn ekki nógu sterkur en Íslendingar áttu í miklum vandræðum með leikstjórnanda Króata, Luka Cindric, sem skoraði sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Janus Daði Smárason jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Króatar skoraði næstu fimm mörk og náðu heljartaki á Íslendingum sem þeir slepptu ekki. Sóknarleikur íslenska liðsins var afar óskilvirkur og vörnin ekki nógu þétt. Til að bæta gráu ofan á svart byrjaði Ivan Stevanovic að verja eins og óður maður í króatíska markinu. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í seinni hálfleik. Töpuðu boltunum fækkaði reyndar en skotnýting versnaði. Íslendingar klesstu einfaldlega á króatískan varnarvegg. Þá var varnarleikur íslenska liðsins aldrei nógu sterkur í leiknum og markvarslan í seinni hálfleik var engin. Íslendingar hafa sýnt á sér ýmsar hliðar á þessu móti. Góðu kaflarnir hafa verið frábærir en slæmu kaflarnir hafa verið full langir og full margir. Framundan er úrslitaleikur gegn Serbíu og Ísland er með örlögin í eigin höndum. Sigur og Íslendingar fara með tvö stig í milliriðli. Það væri frábær niðurstaða. EM 2018 í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira
Eins og svo oft áður reyndist Króatía of stór hindrun fyrir strákana okkar á stórmóti. Króatar unnu leik liðanna í gær, 22-29, og eru með fullt hús stiga í A-riðli og komnir áfram í milliriðil. Íslendingar eru aftur á móti með tvö stig og mega ekki tapa fyrir Serbum í lokaleik sínum í riðlakeppninni á morgun. Með sigri á Serbíu fer Ísland með tvö stig inn í milliriðil. Serbar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM og engin leið að segja í hvaða hugarástandi þeir mæta til leiks á morgun. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndu Króatar mátt sinn og megin og keyrðu yfir Íslendinga. Domagoj Duvnjak lék ekki með Króatíu í gær en það breytti engu. Fyrri hálfleikurinn var einkar vel spilaður af Íslands hálfu. Aron Pálmarsson byrjaði leikinn af miklum krafti og hann kom Íslandi yfir, 7-8, á 17. mínútu. Króatía svaraði með 5-1 kafla en Íslendingar neituðu að gefa sig og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 13-14. Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik var frábær, 87%, en töpuðu boltarnir voru alltof margir, eða átta. Þá var varnarleikurinn ekki nógu sterkur en Íslendingar áttu í miklum vandræðum með leikstjórnanda Króata, Luka Cindric, sem skoraði sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Janus Daði Smárason jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Króatar skoraði næstu fimm mörk og náðu heljartaki á Íslendingum sem þeir slepptu ekki. Sóknarleikur íslenska liðsins var afar óskilvirkur og vörnin ekki nógu þétt. Til að bæta gráu ofan á svart byrjaði Ivan Stevanovic að verja eins og óður maður í króatíska markinu. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í seinni hálfleik. Töpuðu boltunum fækkaði reyndar en skotnýting versnaði. Íslendingar klesstu einfaldlega á króatískan varnarvegg. Þá var varnarleikur íslenska liðsins aldrei nógu sterkur í leiknum og markvarslan í seinni hálfleik var engin. Íslendingar hafa sýnt á sér ýmsar hliðar á þessu móti. Góðu kaflarnir hafa verið frábærir en slæmu kaflarnir hafa verið full langir og full margir. Framundan er úrslitaleikur gegn Serbíu og Ísland er með örlögin í eigin höndum. Sigur og Íslendingar fara með tvö stig í milliriðli. Það væri frábær niðurstaða.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira