Ekki með regluverk til að stöðva ráðningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. janúar 2018 19:00 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í Króatíu í dag. Formaður HSÍ segir sambandið hafa sofið á verðinum og þurfa að endurskoða verklag sem tryggi stöðu þolenda áreitis og kynbundis ofbeldis. Engum reglum hafi verið að fylgja þegar sambandið fól þjálfara, sem áreitti iðkendur, verkefni tveimur árum eftir brottvikningu vegna málsins.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að handboltaþjálfari var rekinn frá Val eftir að hafa áreitt tvær stúlkur kynferðislega. Bryndís Bjarnadóttir, önnur þeirra, sagðist óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var síðar ráðinn til annars félags og honum falin verkefni hjá sambandinu. Formaður HSÍ segir ljóst sambandið hafi sofið á verðinum. Hins vegar hafi einstök félög vald yfir ráðningum. „Í þessu tilviki var félagið sem að viðkomandi aðili var ráðinn til upplýst um af hverju hann hafi verið látinn hætta hjá félaginu á undan. En forræðið á því er alfarið á höndum félaganna og við erum bara ekki með regluverk sem getur stoppað svona mál," segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. HSÍ var gert kunnugt um málið og hætti þjálfarinn þá sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið í tvö ár. „Síðan byrjar hann að koma inn í mjög afmörkuð verkefni sem tengjast ekki landsliðshópum eða afrekshópum eða neinu slíku heldur bara framkvæmdaverkefni fyrir sambandið," segir Guðmundur. Valdi HSÍ hann síðan í hóp sem boðið var á heimsmeistaramótið í handbolta í Katar 2015. „Það kom ekkert sérstaklega til umræðu hverjir ættu að fara aðrir en þeir sem höfðu starfað í þessu sjálfboðaliðastarfi. Eflaust má gagnrýna okkur fyrir það hvaða tímamörk eiga að vera á svona viðmiðunum og það er eitthvað sem við munum núna vinna í okkar ferlum," segir Guðmundur. Sambandið muni nú endurskoða verkferla þannig að öll mál þolenda fari í ákveðinn farveg. „Og tekin síðan afstaða til þess hvernig starfi gerandinn geti þá sinnt eða hvort hann sé tekinn út úr öllum störfum," segir Guðmundur. MeToo Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Formaður HSÍ segir sambandið hafa sofið á verðinum og þurfa að endurskoða verklag sem tryggi stöðu þolenda áreitis og kynbundis ofbeldis. Engum reglum hafi verið að fylgja þegar sambandið fól þjálfara, sem áreitti iðkendur, verkefni tveimur árum eftir brottvikningu vegna málsins.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að handboltaþjálfari var rekinn frá Val eftir að hafa áreitt tvær stúlkur kynferðislega. Bryndís Bjarnadóttir, önnur þeirra, sagðist óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var síðar ráðinn til annars félags og honum falin verkefni hjá sambandinu. Formaður HSÍ segir ljóst sambandið hafi sofið á verðinum. Hins vegar hafi einstök félög vald yfir ráðningum. „Í þessu tilviki var félagið sem að viðkomandi aðili var ráðinn til upplýst um af hverju hann hafi verið látinn hætta hjá félaginu á undan. En forræðið á því er alfarið á höndum félaganna og við erum bara ekki með regluverk sem getur stoppað svona mál," segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. HSÍ var gert kunnugt um málið og hætti þjálfarinn þá sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið í tvö ár. „Síðan byrjar hann að koma inn í mjög afmörkuð verkefni sem tengjast ekki landsliðshópum eða afrekshópum eða neinu slíku heldur bara framkvæmdaverkefni fyrir sambandið," segir Guðmundur. Valdi HSÍ hann síðan í hóp sem boðið var á heimsmeistaramótið í handbolta í Katar 2015. „Það kom ekkert sérstaklega til umræðu hverjir ættu að fara aðrir en þeir sem höfðu starfað í þessu sjálfboðaliðastarfi. Eflaust má gagnrýna okkur fyrir það hvaða tímamörk eiga að vera á svona viðmiðunum og það er eitthvað sem við munum núna vinna í okkar ferlum," segir Guðmundur. Sambandið muni nú endurskoða verkferla þannig að öll mál þolenda fari í ákveðinn farveg. „Og tekin síðan afstaða til þess hvernig starfi gerandinn geti þá sinnt eða hvort hann sé tekinn út úr öllum störfum," segir Guðmundur.
MeToo Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira