Leonardo DiCaprio orðaður við nýja mynd Tarantino um Charles Manson Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 22:06 Leonardo DiCaprio hlaut óskarsverðlaun árið 2016 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Revenant. Vísir/Getty Leonardo CiCaprio mun fara með hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Quention Tarantino ef marka má nýjustu fregnir vestanhafs. Myndin mun gerast í kringum morð Manson-fjölskyldunnar svokölluðu sem glæpamaðurinn Charles Manson skipulagði árið 1969.Samkvæmt Variety mun DiCaprio fara með hlutverk leikara sem búsettur er í Los Angeles og mun líf hans fléttast inn í atburðarásina í kringum morðin.Samkvæmt Vanity Fair mun myndin fjalla um sjónvarpsleikara sem vilji verða kvikmyndastjarna eftir að hafa slegið í gegn í einni þáttaröð. Þetta myndi vera níunda kvikmynd Tarantino og önnur myndin þar sem DiCaprio og Tarantino leiða hesta sína saman en DiCaprio fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Django Unchained sem Tarantino leikstýrði og kom út árið 2012. Tarantino er sagður vilja fá leikkonuna Margot Robbie í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate sem Manson-fjölskyldan myrti á hrottafengin hátt. Þá eru Tom Cruise og Brad Pitt einnig orðaðir við myndina og á Tarantino að hafa skrifað hlutverk sérstaklega fyrir Al Pacino sem hefur enn ekki staðfest að hann muni taka þátt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd þann 9. ágúst árið 2019, þegar 50 ár eru liðin frá dauða Sharon Tate. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Leonardo CiCaprio mun fara með hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Quention Tarantino ef marka má nýjustu fregnir vestanhafs. Myndin mun gerast í kringum morð Manson-fjölskyldunnar svokölluðu sem glæpamaðurinn Charles Manson skipulagði árið 1969.Samkvæmt Variety mun DiCaprio fara með hlutverk leikara sem búsettur er í Los Angeles og mun líf hans fléttast inn í atburðarásina í kringum morðin.Samkvæmt Vanity Fair mun myndin fjalla um sjónvarpsleikara sem vilji verða kvikmyndastjarna eftir að hafa slegið í gegn í einni þáttaröð. Þetta myndi vera níunda kvikmynd Tarantino og önnur myndin þar sem DiCaprio og Tarantino leiða hesta sína saman en DiCaprio fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Django Unchained sem Tarantino leikstýrði og kom út árið 2012. Tarantino er sagður vilja fá leikkonuna Margot Robbie í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate sem Manson-fjölskyldan myrti á hrottafengin hátt. Þá eru Tom Cruise og Brad Pitt einnig orðaðir við myndina og á Tarantino að hafa skrifað hlutverk sérstaklega fyrir Al Pacino sem hefur enn ekki staðfest að hann muni taka þátt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd þann 9. ágúst árið 2019, þegar 50 ár eru liðin frá dauða Sharon Tate.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira