Sér nú fyrir endann á langri stjórnarkreppu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Merkel og Schulz tókust í hendur á blaðamannafundinum. Nordicphotos/AFP Kristilegir demókratar (CDU) og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) í Þýskalandi kveðast nú bjartsýnir á að stjórnarmyndun takist en stjórnarkreppa hefur ríkt þar í landi í um þrjá mánuði. Flokkarnir greindu frá því í gær að eftir rúmlega 24 klukkustunda samfelldar viðræður hefði áætlun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður verið samþykkt. Angela Merkel, kanslari og formaður Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, formaður Jafnaðarmannaflokksins, boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðust bjartsýn á framhaldið. Boðuðu þau „nýtt upphaf“ í þýskum stjórnmálum og gáfu til kynna að styrkt samband við Frakka á sviði Evrópusambandsins væri forgangsatriði í utanríkismálum. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. Töpuðu samtals 105 þingmönnum á meðan Frjálslyndir demókratar bættu við sig áttatíu og þjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 94 þingmönnum. Sagði Schulz eftir kosningarnar að kjósendur hefðu sent þau skilaboð að hinu svokallaða stórbandalagi (þ. Große Koalition) CDU og SPD, sem störfuðu saman á síðasta kjörtímabili, hefði verið hafnað. Útilokaði Schulz því að SPD tæki þátt í ríkisstjórn á ný. Þar sem ekkert annað tveggja flokka mynstur var mögulegt hófust viðræður um svokallað Jamaíkubandalag Frjálslyndra demókrata, Græningja og CDU. Nafnið vísar til einkennislita flokkanna sem eru þeir sömu og í jamaíska fánanum. Um var að ræða eina þriggja flokka mynstrið sem var í stöðunni í ljósi þess að SPD vildi ekki sæti í ríkisstjórn og AfD þykir ekki stjórntækur. Upp úr þeim viðræðum slitnaði hins vegar og við tók lengsta stjórnarkreppa Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Á blaðamannafundi gærdagsins sagði Merkel að erfiðir ásteytingarsteinar hefðu komið upp í hinum nýju viðræðum við SPD. Undir það tók Schulz og sagði viðræðurnar einkennast af mikilli togstreitu. „Við rifumst ansi harkalega.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Kristilegir demókratar (CDU) og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) í Þýskalandi kveðast nú bjartsýnir á að stjórnarmyndun takist en stjórnarkreppa hefur ríkt þar í landi í um þrjá mánuði. Flokkarnir greindu frá því í gær að eftir rúmlega 24 klukkustunda samfelldar viðræður hefði áætlun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður verið samþykkt. Angela Merkel, kanslari og formaður Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, formaður Jafnaðarmannaflokksins, boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðust bjartsýn á framhaldið. Boðuðu þau „nýtt upphaf“ í þýskum stjórnmálum og gáfu til kynna að styrkt samband við Frakka á sviði Evrópusambandsins væri forgangsatriði í utanríkismálum. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. Töpuðu samtals 105 þingmönnum á meðan Frjálslyndir demókratar bættu við sig áttatíu og þjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 94 þingmönnum. Sagði Schulz eftir kosningarnar að kjósendur hefðu sent þau skilaboð að hinu svokallaða stórbandalagi (þ. Große Koalition) CDU og SPD, sem störfuðu saman á síðasta kjörtímabili, hefði verið hafnað. Útilokaði Schulz því að SPD tæki þátt í ríkisstjórn á ný. Þar sem ekkert annað tveggja flokka mynstur var mögulegt hófust viðræður um svokallað Jamaíkubandalag Frjálslyndra demókrata, Græningja og CDU. Nafnið vísar til einkennislita flokkanna sem eru þeir sömu og í jamaíska fánanum. Um var að ræða eina þriggja flokka mynstrið sem var í stöðunni í ljósi þess að SPD vildi ekki sæti í ríkisstjórn og AfD þykir ekki stjórntækur. Upp úr þeim viðræðum slitnaði hins vegar og við tók lengsta stjórnarkreppa Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Á blaðamannafundi gærdagsins sagði Merkel að erfiðir ásteytingarsteinar hefðu komið upp í hinum nýju viðræðum við SPD. Undir það tók Schulz og sagði viðræðurnar einkennast af mikilli togstreitu. „Við rifumst ansi harkalega.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira