Stefna á nýja ríkisstjórn um páska Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2018 20:08 Reiknað er með að ný ríkisstjórn geti tekið við í Þýskalandi í kring um páska en Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar náðu samkomulagi í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Angela Merkel kanslari boðar nýjar tillögur um þróun Evrópusamvinnunnar í stjórnarsáttmálanum. Nú sér fyrir endann á lengstu stjórnarkreppu í sögu Þýskalands á eftirstríðsárunum en ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum um miðjan september. Leiðtogar gömlu stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata flokks Angelu Merkel, systurflokks þeirra og Sósíaldemókrata tilkynntu í morgun að samkomulag hefði tekist í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Merkel sagði umheiminn ekki bíða eftir Þýskalandi. „Að því er varðar Evrópu sérstaklega þá erum við sannfærð um að gefa þurfi upp á í nýtt í málefnum ESB. Við höfum lagt mikið í hugmyndavinnu og fullt traust hefur ríkt, sérstaklega milli formanna flokkanna. Því er ég sannfærð um að við finnum nýjar leiðir til að vinna með Frakklandi,“ sagði Merkel í dag. En stjórn Macron Frakklandsforseta hefur sett fram hugmyndir um þróun Evrópusamvinnunnar á næstu árum og áratugum. Sósíaldemókratar hafa verið tregir til að endurnýja samstarf sitt við Merkel og flokk hennar, enda beið flokkurinn mesta afhroð í sögu sinni í kosningunum í september. Eftir lok óformlegar viðræðna í nótt gaf framkvæmdastjórn flokksins forystunni hins vegar fullt umboð til að mynda stjórn með Kristilegum demókrötum. „Mig langar að segja að Evrópukaflinn í þessum könnunarviðræðum er nýtt upphaf fyrir Evrópu. Á þessum grunni mun Þýskaland halda styrk sínum innan ESB og næsta ríkisstjórn Þýskalands mun byggja á þessu skjali,“ sagði Martin Schulz, leiðtogi Sósíaldemókrata. En þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá kosningum ætla leiðtogarnir ekki að rasa um ráð fram við myndun nýrrar ríkisstjórnar ef marka má yfirlýsingar Horst Seehofer formanns systurflokks Merkel. „Ég tel að ef þetta gengur upp og ef viðræður flokkanna fara síðan fram þannig að við getum haldið hraðanum uppi gætum við hugsanlega myndað ríkisstjórn fyrir páska,“ sagði Horst Seehofer. Flokkarnir leggja allir áherslu á að Þýskaland verði áfram sterkt og efnahagslega leiðandi innan Evrópusamvinnunnar. Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Reiknað er með að ný ríkisstjórn geti tekið við í Þýskalandi í kring um páska en Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar náðu samkomulagi í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Angela Merkel kanslari boðar nýjar tillögur um þróun Evrópusamvinnunnar í stjórnarsáttmálanum. Nú sér fyrir endann á lengstu stjórnarkreppu í sögu Þýskalands á eftirstríðsárunum en ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum um miðjan september. Leiðtogar gömlu stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata flokks Angelu Merkel, systurflokks þeirra og Sósíaldemókrata tilkynntu í morgun að samkomulag hefði tekist í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Merkel sagði umheiminn ekki bíða eftir Þýskalandi. „Að því er varðar Evrópu sérstaklega þá erum við sannfærð um að gefa þurfi upp á í nýtt í málefnum ESB. Við höfum lagt mikið í hugmyndavinnu og fullt traust hefur ríkt, sérstaklega milli formanna flokkanna. Því er ég sannfærð um að við finnum nýjar leiðir til að vinna með Frakklandi,“ sagði Merkel í dag. En stjórn Macron Frakklandsforseta hefur sett fram hugmyndir um þróun Evrópusamvinnunnar á næstu árum og áratugum. Sósíaldemókratar hafa verið tregir til að endurnýja samstarf sitt við Merkel og flokk hennar, enda beið flokkurinn mesta afhroð í sögu sinni í kosningunum í september. Eftir lok óformlegar viðræðna í nótt gaf framkvæmdastjórn flokksins forystunni hins vegar fullt umboð til að mynda stjórn með Kristilegum demókrötum. „Mig langar að segja að Evrópukaflinn í þessum könnunarviðræðum er nýtt upphaf fyrir Evrópu. Á þessum grunni mun Þýskaland halda styrk sínum innan ESB og næsta ríkisstjórn Þýskalands mun byggja á þessu skjali,“ sagði Martin Schulz, leiðtogi Sósíaldemókrata. En þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá kosningum ætla leiðtogarnir ekki að rasa um ráð fram við myndun nýrrar ríkisstjórnar ef marka má yfirlýsingar Horst Seehofer formanns systurflokks Merkel. „Ég tel að ef þetta gengur upp og ef viðræður flokkanna fara síðan fram þannig að við getum haldið hraðanum uppi gætum við hugsanlega myndað ríkisstjórn fyrir páska,“ sagði Horst Seehofer. Flokkarnir leggja allir áherslu á að Þýskaland verði áfram sterkt og efnahagslega leiðandi innan Evrópusamvinnunnar.
Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira