Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. janúar 2018 20:00 Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. Frásagnir íþróttakvenna af kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum voru birtar í gær en þær eru margar mjög grófar og varða níu þeirra nauðganir innan íþróttastarfsins. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í morgun með íþróttahreyfingunni og forsvarsfólki #metoo hreyfingarinnar og var ákveðið að stofna starfshóp sem mun móta aðgerðaráætlun. „Um hvernig eigi að bregðast við kynbundnu ofbeldi hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingunni og hópurinn það hlutverk líka að samræma verklag innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar," segir Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þessi framkoma og þessi hegðun verður ekki liðin," segir hún. Í hópnum verður fulltrúi frá þeim konum sem hafa leitt #metoo umræðuna, fulltrar frá ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðuneytinu. Niðurstaða hópsins á að liggja fyrir í vor. Innan ÍSÍ er meðal annars til skoðunar er að íþróttakonur geti leitað til óháðs trúnaðarmanns, eða nokkurs konar umboðsmanns. „Hvort við getum verið með einhverja miðstöð eða einstakling sem getur tekið á móti umkvörtunum og ábendingum um slíkt," segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún hvetur einstök félög til sjálfsskoðunar. „Þau félög sem eru með þjálfara innan sinna raða sem hefur mögulega brotið á iðkendum eða öðrum innan félags muni skoða það með öðrum augum en gert hefur verið hingað til," segir Líney. Fyrrverandi framkvæmdastjóri tveggja íþróttafélaga sem hefur reynslu af því að eiga við svona mál segir að þjálfarar sem hafi verið reknir vegna atvika af þessu tagi komist stundum að á öðrum stöðum. „Þeir dúkka dúkka upp annars staðar og mér finnst það ekki í lagi," segir Jóhann Már Helgason. Hann telur að hægt að koma í veg fyrir þetta með einhvers konar miðlægu kerfi og samstarfi allra félaga. „Ég held að þegar þessi ferli hafa ekki verið nógu skipulögð og nógu ákveðin fyrirfram hefur fólk verið hrætt við að stíga fram og það er vandamál sem við þurfum að breyta," segir Jóhann. MeToo Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. Frásagnir íþróttakvenna af kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum voru birtar í gær en þær eru margar mjög grófar og varða níu þeirra nauðganir innan íþróttastarfsins. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í morgun með íþróttahreyfingunni og forsvarsfólki #metoo hreyfingarinnar og var ákveðið að stofna starfshóp sem mun móta aðgerðaráætlun. „Um hvernig eigi að bregðast við kynbundnu ofbeldi hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingunni og hópurinn það hlutverk líka að samræma verklag innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar," segir Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þessi framkoma og þessi hegðun verður ekki liðin," segir hún. Í hópnum verður fulltrúi frá þeim konum sem hafa leitt #metoo umræðuna, fulltrar frá ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðuneytinu. Niðurstaða hópsins á að liggja fyrir í vor. Innan ÍSÍ er meðal annars til skoðunar er að íþróttakonur geti leitað til óháðs trúnaðarmanns, eða nokkurs konar umboðsmanns. „Hvort við getum verið með einhverja miðstöð eða einstakling sem getur tekið á móti umkvörtunum og ábendingum um slíkt," segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún hvetur einstök félög til sjálfsskoðunar. „Þau félög sem eru með þjálfara innan sinna raða sem hefur mögulega brotið á iðkendum eða öðrum innan félags muni skoða það með öðrum augum en gert hefur verið hingað til," segir Líney. Fyrrverandi framkvæmdastjóri tveggja íþróttafélaga sem hefur reynslu af því að eiga við svona mál segir að þjálfarar sem hafi verið reknir vegna atvika af þessu tagi komist stundum að á öðrum stöðum. „Þeir dúkka dúkka upp annars staðar og mér finnst það ekki í lagi," segir Jóhann Már Helgason. Hann telur að hægt að koma í veg fyrir þetta með einhvers konar miðlægu kerfi og samstarfi allra félaga. „Ég held að þegar þessi ferli hafa ekki verið nógu skipulögð og nógu ákveðin fyrirfram hefur fólk verið hrætt við að stíga fram og það er vandamál sem við þurfum að breyta," segir Jóhann.
MeToo Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Sjá meira