Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2018 11:30 Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Mynd/UMFÍ Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir ú upphafi yfirlýsingarinnar en þar kemur líka fram að að allir í hreyfingunni bera ábyrgð og að UMFÍ muni leggja sín lóð á vogarskálarnar til að útrýma þeirri neikvæðu og eyðileggjandi hegðun sem þeir hugrökku einstaklingar hafa nú sagt frá. Í yfirlýsingunni eru viðbrögð frá Auði Ingu Þorsteinsdóttiu, framkvæmdastjóri UMFÍ og Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ. „Það hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér. Á sama tíma er tilfinningin blendin því það er léttir að sá grundvöllur hefur skapast að hægt er að segja frá þessari hræðilegu misbeitingu. Við getum aldrei bætt fyrir brotin að fullu,“ segir Haukur. „Foreldrar koma sjálfviljugir með börn í ungmenna- og íþróttahreyfinguna í trausti þess að þar sé öruggt að vera. Því er algjört forgangsmál að skapa öruggar aðstæður. Við þekkjum vissulega til margra félaga þar sem faglega hefur verið tekið við ábendingum og í mörgum tilfellum hafa gerendur verið látnir fara frá félaginu,“ sagði Auður Inga. Hér fyrir neðan má sjá alla yfirlýsinguna frá UMFÍ:Yfirlýsing frá UMFÍ: Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) harmar að hegðun sem þessi hafi átt sér stað. Á sama tíma er fagnaðarefni að þær aðstæður hafi skapast í samfélaginu sem veldur því að einstaklingar treysta sér nú til að stíga fram og greina frá kynferðisbrotum, kynbundnu áreiti og öðru ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. „Það er ljóst að fjöldi einstaklinga hefur ekki þorað að segja frá og við því verður að bregðast, meðal annars með því að stuðla að því að auðveldara verði að segja frá slíkum atvikum ásamt því að einstaklingurinn sem tekur málið upp geti verið viss um að málið fari í ákveðinn farveg,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Stjórn UMFÍ mun ræða málið á fundi sínum í kvöld. Á morgun hittast svo formenn allra 29 sambandsaðila UMFÍ og taka málið fyrir. Allir í hreyfingunni bera ábyrgð UMFÍ fordæmir óæskilega og neikvæða hegðun einnar manneskju gagnvart annarri og minnir á að aðgerðar- og viðbragðsáætlanir sem til eru. Samkvæmt Æskulýðslögum er óheimilt að ráða einstaklinga til starfa sem hafa hlotið refsidóma vegna ofbeldisbrota, ávana- og fíkniefna- eða kynferðisbrota. Við áréttum að æskilegt er að allir þeir sem starfa með börnum og ungmennum skili inn samþykkt fyrir því að aðildarfélag þeirra fái heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá. UMFÍ getur aðstoðað aðildarfélög sín við það. „Það eru til bæklingar og upplýsingar og hafa verið til í þónokkur ár. Það breytir því hins vegar ekki að staðan er svona og hreyfingin öll ber ábyrgð á því að koma þessu í betri farveg. Þeir sem hafa orðið vitni að áreitni eða stjórnendur og ábyrgðarmenn sem hafa fengið tilkynningar og upplýsingar inn á sitt borð. Sameiginlega þurfum við að bregðast við. Þá er sérstakt áhyggjuefni að samkvæmt þeim frásögnum sem þarna birtast virðast einstaklingar flakka á milli félaga og halda uppi fyrra hátterni og það er mikið áhyggjuefni,“ bætir Auður við og heldur áfram: „Foreldrar koma sjálfviljugir með börn í ungmenna- og íþróttahreyfinguna í trausti þess að þar sé öruggt að vera. Því er algjört forgangsmál að skapa öruggar aðstæður. Við þekkjum vissulega til margra félaga þar sem faglega hefur verið tekið við ábendingum og í mörgum tilfellum hafa gerendur verið látnir fara frá félaginu. Það fellur hins vegar í skuggann vegna þeirra mála þar sem ekki hefur verið tekið á. Margir einstaklingar eiga sínar bestu minningar úr íþróttasölum landsins en miðað við upplýsingarnar sem nú liggja fyrir þá er ljóst að það eru líka fjölmargir sem eiga sínar verstu minningar og upplifanir á vettvangi ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar,“ segir Auður ennfremur. Við leggjum okkar af mörkum Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir: „Það hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér. Á sama tíma er tilfinningin blendin því það er léttir að sá grundvöllur hefur skapast að hægt er að segja frá þessari hræðilegu misbeitingu. Við getum aldrei bætt fyrir brotin að fullu. En við getum unnið að því að koma í veg fyrir þessa hegðun í framtíðinni. Í ungmennafélagshreyfingunni eru helstu íþrótta- og æskulýðsfélög landsins og innan þeirra fjöldi barna og ungmenna sem stunda íþróttir á Íslandi. Við viljum vera til fyrirmyndar og líðum ekki óæskilega hegðun innan hreyfingarinnar sem felur í sér brot gegn fólki og eyðileggur út frá sér. Við hjá UMFÍ munum leggja lóð okkar á vogarskálarnar til að útrýma þeirri neikvæðu og eyðileggjandi hegðun sem þeir hugrökku einstaklingar greina frá sem nú hafa stigið fram.“ Íþróttir MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. 11. janúar 2018 19:27 Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir ú upphafi yfirlýsingarinnar en þar kemur líka fram að að allir í hreyfingunni bera ábyrgð og að UMFÍ muni leggja sín lóð á vogarskálarnar til að útrýma þeirri neikvæðu og eyðileggjandi hegðun sem þeir hugrökku einstaklingar hafa nú sagt frá. Í yfirlýsingunni eru viðbrögð frá Auði Ingu Þorsteinsdóttiu, framkvæmdastjóri UMFÍ og Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ. „Það hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér. Á sama tíma er tilfinningin blendin því það er léttir að sá grundvöllur hefur skapast að hægt er að segja frá þessari hræðilegu misbeitingu. Við getum aldrei bætt fyrir brotin að fullu,“ segir Haukur. „Foreldrar koma sjálfviljugir með börn í ungmenna- og íþróttahreyfinguna í trausti þess að þar sé öruggt að vera. Því er algjört forgangsmál að skapa öruggar aðstæður. Við þekkjum vissulega til margra félaga þar sem faglega hefur verið tekið við ábendingum og í mörgum tilfellum hafa gerendur verið látnir fara frá félaginu,“ sagði Auður Inga. Hér fyrir neðan má sjá alla yfirlýsinguna frá UMFÍ:Yfirlýsing frá UMFÍ: Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) harmar að hegðun sem þessi hafi átt sér stað. Á sama tíma er fagnaðarefni að þær aðstæður hafi skapast í samfélaginu sem veldur því að einstaklingar treysta sér nú til að stíga fram og greina frá kynferðisbrotum, kynbundnu áreiti og öðru ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. „Það er ljóst að fjöldi einstaklinga hefur ekki þorað að segja frá og við því verður að bregðast, meðal annars með því að stuðla að því að auðveldara verði að segja frá slíkum atvikum ásamt því að einstaklingurinn sem tekur málið upp geti verið viss um að málið fari í ákveðinn farveg,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Stjórn UMFÍ mun ræða málið á fundi sínum í kvöld. Á morgun hittast svo formenn allra 29 sambandsaðila UMFÍ og taka málið fyrir. Allir í hreyfingunni bera ábyrgð UMFÍ fordæmir óæskilega og neikvæða hegðun einnar manneskju gagnvart annarri og minnir á að aðgerðar- og viðbragðsáætlanir sem til eru. Samkvæmt Æskulýðslögum er óheimilt að ráða einstaklinga til starfa sem hafa hlotið refsidóma vegna ofbeldisbrota, ávana- og fíkniefna- eða kynferðisbrota. Við áréttum að æskilegt er að allir þeir sem starfa með börnum og ungmennum skili inn samþykkt fyrir því að aðildarfélag þeirra fái heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá. UMFÍ getur aðstoðað aðildarfélög sín við það. „Það eru til bæklingar og upplýsingar og hafa verið til í þónokkur ár. Það breytir því hins vegar ekki að staðan er svona og hreyfingin öll ber ábyrgð á því að koma þessu í betri farveg. Þeir sem hafa orðið vitni að áreitni eða stjórnendur og ábyrgðarmenn sem hafa fengið tilkynningar og upplýsingar inn á sitt borð. Sameiginlega þurfum við að bregðast við. Þá er sérstakt áhyggjuefni að samkvæmt þeim frásögnum sem þarna birtast virðast einstaklingar flakka á milli félaga og halda uppi fyrra hátterni og það er mikið áhyggjuefni,“ bætir Auður við og heldur áfram: „Foreldrar koma sjálfviljugir með börn í ungmenna- og íþróttahreyfinguna í trausti þess að þar sé öruggt að vera. Því er algjört forgangsmál að skapa öruggar aðstæður. Við þekkjum vissulega til margra félaga þar sem faglega hefur verið tekið við ábendingum og í mörgum tilfellum hafa gerendur verið látnir fara frá félaginu. Það fellur hins vegar í skuggann vegna þeirra mála þar sem ekki hefur verið tekið á. Margir einstaklingar eiga sínar bestu minningar úr íþróttasölum landsins en miðað við upplýsingarnar sem nú liggja fyrir þá er ljóst að það eru líka fjölmargir sem eiga sínar verstu minningar og upplifanir á vettvangi ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar,“ segir Auður ennfremur. Við leggjum okkar af mörkum Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir: „Það hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér. Á sama tíma er tilfinningin blendin því það er léttir að sá grundvöllur hefur skapast að hægt er að segja frá þessari hræðilegu misbeitingu. Við getum aldrei bætt fyrir brotin að fullu. En við getum unnið að því að koma í veg fyrir þessa hegðun í framtíðinni. Í ungmennafélagshreyfingunni eru helstu íþrótta- og æskulýðsfélög landsins og innan þeirra fjöldi barna og ungmenna sem stunda íþróttir á Íslandi. Við viljum vera til fyrirmyndar og líðum ekki óæskilega hegðun innan hreyfingarinnar sem felur í sér brot gegn fólki og eyðileggur út frá sér. Við hjá UMFÍ munum leggja lóð okkar á vogarskálarnar til að útrýma þeirri neikvæðu og eyðileggjandi hegðun sem þeir hugrökku einstaklingar greina frá sem nú hafa stigið fram.“
Íþróttir MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. 11. janúar 2018 19:27 Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08
Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. 11. janúar 2018 19:27
Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00