Nissan afhendir Leaf nr. 300.000 Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2018 16:02 Ný kynslóð Nissan Leaf er þegar til sölu í Japan og brátt í Bandaríkjunum og Evrópu. Í gær afhenti Nissan sinn þrjúhundruðþúsundasta Leaf rafmagnsbíl. Það tók ríflega 7 ár fyrir Nissan að selja svo marga Leaf bíla, en Nissan Leaf var fyrst kynntur til sögunnar í desember árið 2010. Flestir Leaf bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum, eða 114.827 og um 90.000 í Japan. Það þýðir að um 95.000 Leaf bílar hafa verið seldir annarsstaðar í heiminum, svo sem í Evrópu. Það á Noregur væntanlega vænan skerf. Ný kynslóð af Nissan Leaf hefur nú þegar verið kynnt í Japan og sala bílsins hefst í Evrópu í febrúar, en í þessum mánuði í Bandaríkjunum. Búast má við vænum sölukipp á Nissan Leaf með þessari langdrægari kynslóð bílsins. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og mun örugglega halda þeim titli á næstu árum, enda með góða forystu á aðrar gerðir rafmagnsbíla. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent
Í gær afhenti Nissan sinn þrjúhundruðþúsundasta Leaf rafmagnsbíl. Það tók ríflega 7 ár fyrir Nissan að selja svo marga Leaf bíla, en Nissan Leaf var fyrst kynntur til sögunnar í desember árið 2010. Flestir Leaf bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum, eða 114.827 og um 90.000 í Japan. Það þýðir að um 95.000 Leaf bílar hafa verið seldir annarsstaðar í heiminum, svo sem í Evrópu. Það á Noregur væntanlega vænan skerf. Ný kynslóð af Nissan Leaf hefur nú þegar verið kynnt í Japan og sala bílsins hefst í Evrópu í febrúar, en í þessum mánuði í Bandaríkjunum. Búast má við vænum sölukipp á Nissan Leaf með þessari langdrægari kynslóð bílsins. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og mun örugglega halda þeim titli á næstu árum, enda með góða forystu á aðrar gerðir rafmagnsbíla.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent