„Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. nóvember 2024 22:13 Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur starfar hjá tæknideild lögreglu. Vísir/Vilhelm Ragnar Jónsson, lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur, segir rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur hafa tekið mikið á. Málið hafi haldið fyrir honum vöku í þrjá mánuði, og hann muni ekkert eftir fjölskylduferð sem hann fór í að rannsókninni lokinni. Þetta kom fram í viðtali sem Ragnar gaf Lögreglumanninn, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar 2017. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Í september sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn sem varð henni að bana, Thomas Møller Olsen í nítján ára fangelsi. Landsréttur staðfesti dóm hans í nóvember ári síðar. „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði. Þegar rannsókninni var lokið fór ég með fjölskyldunni í sumarbústað, en ég man varla eftir þeirri helgi,“ sagði Ragnar. Ragnar segir að það hafi hjálpað honum að deila reynslu sinni af þeirri rannsókn, en það hefur hann meðal annars gert með því að halda kynningar um málið á erlendri grundu. „Það að fjalla um þetta mál og rannsóknina – það hefur alveg hjálpað. Ég var alveg kominn á þann stað að vilja finna mér eitthvað annað að gera.“ Ef hann myndi fara til sálfræðings þyrfti sálfræðingurinn aðstoð Í viðtalinu í Lögreglumanninum fjallar Ragnar um erfiðleikana sem fylgja starfi hans. Hann segir starfsmenn tæknideildar lögreglu, þar sem hann starfar, fá aðgang að áfallahjálp, en sjaldan sé tími fyrir slíkt. „Ef ég færi til sálfræðings og myndi opna mig virkilega þá myndi sálfræðingurinn minn þurfa á aðstoð að halda.“ Ragnar segist vera búinn að sjá ansi mikið í starfi sínu sem hafi tekið sinn toll. „Ég er búinn að sjá svo mikið að ég er alveg kominn með nóg. Ég veit að þegar kallið kemur þá er ég tilbúinn. En ég er ekki fyrstur til að bjóða mig fram í verkefni þegar aðrir geta farið. Ég þarf ekki að bæta við fleiri myndum í hausinn á mér.“ Lögreglan Lögreglumál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem Ragnar gaf Lögreglumanninn, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar 2017. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Í september sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn sem varð henni að bana, Thomas Møller Olsen í nítján ára fangelsi. Landsréttur staðfesti dóm hans í nóvember ári síðar. „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði. Þegar rannsókninni var lokið fór ég með fjölskyldunni í sumarbústað, en ég man varla eftir þeirri helgi,“ sagði Ragnar. Ragnar segir að það hafi hjálpað honum að deila reynslu sinni af þeirri rannsókn, en það hefur hann meðal annars gert með því að halda kynningar um málið á erlendri grundu. „Það að fjalla um þetta mál og rannsóknina – það hefur alveg hjálpað. Ég var alveg kominn á þann stað að vilja finna mér eitthvað annað að gera.“ Ef hann myndi fara til sálfræðings þyrfti sálfræðingurinn aðstoð Í viðtalinu í Lögreglumanninum fjallar Ragnar um erfiðleikana sem fylgja starfi hans. Hann segir starfsmenn tæknideildar lögreglu, þar sem hann starfar, fá aðgang að áfallahjálp, en sjaldan sé tími fyrir slíkt. „Ef ég færi til sálfræðings og myndi opna mig virkilega þá myndi sálfræðingurinn minn þurfa á aðstoð að halda.“ Ragnar segist vera búinn að sjá ansi mikið í starfi sínu sem hafi tekið sinn toll. „Ég er búinn að sjá svo mikið að ég er alveg kominn með nóg. Ég veit að þegar kallið kemur þá er ég tilbúinn. En ég er ekki fyrstur til að bjóða mig fram í verkefni þegar aðrir geta farið. Ég þarf ekki að bæta við fleiri myndum í hausinn á mér.“
Lögreglan Lögreglumál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira