Stockfish kynnir fyrstu kvikmyndirnar Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2018 16:45 Úr kvikmyndinni Loveless. Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival fer fram í fjórða sinn dagana 1.-11. mars 2018. Eins og undanfarin ár verða alþjóðlegar kvikmyndir í heimsklassa sýndar og von er á fjölda erlendra og íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Meðal kvikmynda sem verða sýndar á hátíðinni er Loveless en henni er líst sem sjónrænu meistaraverki leikstjórans Andrey Zvyaginstev, sem einnig gerði myndina Leviathan. Myndin Loveless vann dómaraverðlaunin í Cannes, er framlag Rússa til Ókarsverðlaunanna og var tilnefnd til Golden Globe sem besta erlenda myndin. Leikstjórinn Iram Haq kemur í annað sinn á hátíðina, nú með nýjustu kvikmynd sína What will people say? sem var nýlega frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, I am yours, var einnig frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto árið 2013 og var framlag Noregs til Óskarsverðlauna. Sú mynd hefur unnið til fjölda verðlauna á hátíðum víða um heim.Loveless (Nelyubov)Zhenya og Boris ganga í gegnum grimmilegan skilnað sem einkennist af bræði, vonsku og gagnkvæmum ásökunum. Þau þrá að halda áfram með lífið og hafa bæði kynnst nýjum lífsförunautum. Þeim liggur á að byrja upp á nýtt og snúa við blaðinu jafnvel þótt það feli í sér að yfirgefa tólf ára son sinn Alexey. En eftir að verða vitni af rifrildi foreldra sinna, hverfur Alyosha.What will people say? (Hva vil folk si)Hin sextán ára Nisha á sér tvö aðskilin líf. Heimavið er hún hin fullkomna pakistanska dóttir en með vinum sínum er hún venjulegur norskur unglingur. Þegar faðir hennar kemur að henni og kærastanum í rúminu skella þessir tveir heimar harkalega saman í einn. Til að sýna fordæmi ákveða foreldrar Nishu að ræna henni og koma henni fyrir hjá skyldmennum í Pakistan en þar, í alls ókunnugu landi, neyðist Nisha til að laga sig að menningu foreldra sinna. Iram Haq, leikstjóri myndarinnar er gestur hátíðarinnar í annað sinn en hún var einnig gestur hátíðarinnar árið 2016. Iram byggir á eigin reynslu við kvikmmyndagerð og nýjasta mynd hennar ekki undanskilin. Iram er sjálf norsk-pakistönsk og þekkir því vel til þeirrar menningarlegu togstreitu sem á sér stað milli þessara tveggja ólíku menningarheima.Communion (Komunia)Communion er heimildamynd sem sýnir fram á ljósið í myrkrinu, styrk þeirra veiku og þörfina á breytingu þegar öll von er úti. Þó svo að útlitið sé svart er alltaf smá vonarglæta. Ola er fjórtán ára og hefur of mörgum örmum að hneppa. Hún sér um föður sinn Marek og einhverfan bróður sinn Nikode. Hún eldar, þrífur og sér til þess að feðgarnir mæti á réttum tíma í dagsins önn. Áhorfandinn fær að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig Ola þarf að standast áskorarnir sem blasa við henni á meðan móðir hennar virðist búa á öðru heimili með nýfætt barn sitt en ekki er víst hvort það sé von á henni til baka. COMMUNION by Anna Zamecka (trailer) from OtterFilms on Vimeo.The golden dawn girlsGrikkland er betur þekkt fyrir fallegar sólarstrendur og vingjarnlegt fólk frekar en öfga hægrisinnaða stjórnmálastefnu sem líkja má við nasisma. Margir meðlimir hægrisinnaða flokksins Gullin dögun sitja nú þegar bakvið lás og slá en það aftrar ekki eiginkonum, mæðrum og dætrum þeirra að segja frá sinni skoðun og halda formerkjum flokksins á lofti. Í þessari heimildamynd fáum við að sjá aðra hlið á þessari pólitísku stefnu þar sem konurnar láta ekkert eftir, segja sína skoðun en vilja oft stoppa upptöku til að ganga úr skugga um að þær komi boðskapnum rétt frá þá fær áhorfandinn í raun að sjá hvað fer fram “off camera” þar sem leikstjórinn slekkur ekki á upptökunni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival fer fram í fjórða sinn dagana 1.-11. mars 2018. Eins og undanfarin ár verða alþjóðlegar kvikmyndir í heimsklassa sýndar og von er á fjölda erlendra og íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Meðal kvikmynda sem verða sýndar á hátíðinni er Loveless en henni er líst sem sjónrænu meistaraverki leikstjórans Andrey Zvyaginstev, sem einnig gerði myndina Leviathan. Myndin Loveless vann dómaraverðlaunin í Cannes, er framlag Rússa til Ókarsverðlaunanna og var tilnefnd til Golden Globe sem besta erlenda myndin. Leikstjórinn Iram Haq kemur í annað sinn á hátíðina, nú með nýjustu kvikmynd sína What will people say? sem var nýlega frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, I am yours, var einnig frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto árið 2013 og var framlag Noregs til Óskarsverðlauna. Sú mynd hefur unnið til fjölda verðlauna á hátíðum víða um heim.Loveless (Nelyubov)Zhenya og Boris ganga í gegnum grimmilegan skilnað sem einkennist af bræði, vonsku og gagnkvæmum ásökunum. Þau þrá að halda áfram með lífið og hafa bæði kynnst nýjum lífsförunautum. Þeim liggur á að byrja upp á nýtt og snúa við blaðinu jafnvel þótt það feli í sér að yfirgefa tólf ára son sinn Alexey. En eftir að verða vitni af rifrildi foreldra sinna, hverfur Alyosha.What will people say? (Hva vil folk si)Hin sextán ára Nisha á sér tvö aðskilin líf. Heimavið er hún hin fullkomna pakistanska dóttir en með vinum sínum er hún venjulegur norskur unglingur. Þegar faðir hennar kemur að henni og kærastanum í rúminu skella þessir tveir heimar harkalega saman í einn. Til að sýna fordæmi ákveða foreldrar Nishu að ræna henni og koma henni fyrir hjá skyldmennum í Pakistan en þar, í alls ókunnugu landi, neyðist Nisha til að laga sig að menningu foreldra sinna. Iram Haq, leikstjóri myndarinnar er gestur hátíðarinnar í annað sinn en hún var einnig gestur hátíðarinnar árið 2016. Iram byggir á eigin reynslu við kvikmmyndagerð og nýjasta mynd hennar ekki undanskilin. Iram er sjálf norsk-pakistönsk og þekkir því vel til þeirrar menningarlegu togstreitu sem á sér stað milli þessara tveggja ólíku menningarheima.Communion (Komunia)Communion er heimildamynd sem sýnir fram á ljósið í myrkrinu, styrk þeirra veiku og þörfina á breytingu þegar öll von er úti. Þó svo að útlitið sé svart er alltaf smá vonarglæta. Ola er fjórtán ára og hefur of mörgum örmum að hneppa. Hún sér um föður sinn Marek og einhverfan bróður sinn Nikode. Hún eldar, þrífur og sér til þess að feðgarnir mæti á réttum tíma í dagsins önn. Áhorfandinn fær að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig Ola þarf að standast áskorarnir sem blasa við henni á meðan móðir hennar virðist búa á öðru heimili með nýfætt barn sitt en ekki er víst hvort það sé von á henni til baka. COMMUNION by Anna Zamecka (trailer) from OtterFilms on Vimeo.The golden dawn girlsGrikkland er betur þekkt fyrir fallegar sólarstrendur og vingjarnlegt fólk frekar en öfga hægrisinnaða stjórnmálastefnu sem líkja má við nasisma. Margir meðlimir hægrisinnaða flokksins Gullin dögun sitja nú þegar bakvið lás og slá en það aftrar ekki eiginkonum, mæðrum og dætrum þeirra að segja frá sinni skoðun og halda formerkjum flokksins á lofti. Í þessari heimildamynd fáum við að sjá aðra hlið á þessari pólitísku stefnu þar sem konurnar láta ekkert eftir, segja sína skoðun en vilja oft stoppa upptöku til að ganga úr skugga um að þær komi boðskapnum rétt frá þá fær áhorfandinn í raun að sjá hvað fer fram “off camera” þar sem leikstjórinn slekkur ekki á upptökunni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira