Fésbókarsíða handboltans hjá ÍBV segir frá því að tveir lykillleikmenn karlaliðsins, markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og leikstjórnandinn Róbert Aron Hostert, stundi sjómennsku í EM-frínu.
Róbert Aron Hostert hefur skorað 59 mörk í 14 leikjum í Olís deildinni á þessu tímabili og Aron Rafn Eðvarðsson er aðalmarkvörður liðsins ásamt Stephen Nielsen.
Róbert Aron og Aron Rafn fóru í túr með aflaskipinu Vestmannaey Ve 444 og koma ekki aftur í land fyrr en á föstudaginn. Það verður því enginn handbolti hjá þeim félögum næstu daga.
