Benz X-Class er mættur Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2018 13:15 X-Class við sólsetur á Suðurlandinu. Tími jeppa, jepplinga og pallbíla hefur líklega aldrei verið bjartari í heiminum og nú og bílaframleiðendur keppast við að tefla fleiri bílum fram til að svara eftirspurninni. Mercedes Benz hefur á síðustu árum fjölgað mjög bílgerðum sínum í jeppa og jepplingaflokki, en hefur fram að þessu ekki teflt fram pallbíl. Það hefur nú breyst og mikið hefur verið fjallað um tilkomu X-Class pallbíls Benz, en hann er nú kominn til Íslands. Tilkoma þessa pallbíls markar þau tímamót að hér er kominn fyrsti pallbíllinn í lúxusflokki frá upphafi, en allir bílar Mercedes Benz falla í lúxusflokk.Bíllinn prófaður á SuðurlandinuAskja bauð greinarritara og öðrum bílablaðamönnum að reyna þennan nýja og spennandi bíl fyrir skömmu á Suðurlandinu og þar var honum boðið uppá torfærur og heilmikinn snjó til að glíma við. Reyndist hann afar dugandi bíll sem einstaklega gaman er að leika sér á við erfiðar aðstæður. Bíllinn er með hátt og lágt drif sem gagnaðist vel í slarkinu og flestir X-Class bílar sem Askja mun flytja inn verða að auki með splittað drif að aftan, en fyrstu bílarnir sem komnir eru til landsins fengust þó ekki þannig búnir. Þessir bílar er með 190 hestafla og 2,3 lítra og fjögurra strokka dísilvél sem togar 450 Nm. Benz framleiðir einnig bílinn með 163 hestafla útgáfu þessarar vélar og heitir bíllinn þá X 220d og bílarnir sem prófaðir voru bera stafina X 250d. Með þessari stærri vél er X-Class 10,9 sekúndur í hundraðið en tveimur sekúndum seinni með aflminni vélinni.Burðargetan yfir tonn og 3.500 kg dráttargetaÞað eru þó ekki þessar tölur sem mesta athygli vekja, bíllinn er fær um að bera meira en tonn á pallinum og draga 3.500 kg aftanívagn. Þarna er því því kominn heilmikill vinnuhestur. En talandi um vinnuhest þá er það ekki það fyrsta sem ökumanni dettur í hug þegar hann situr í bílnum og horfir yfir glæsta innréttingu hans, enda eins og áður segir er hér lúxusbíll á ferð. Hann skynjast líka sem lúxusbíll við aksturinn og gormafjöðrunin að aftan eykur mjög við akstursgæðin. Þó svo að þessi X-Class sé framleiddur í samstarfi við Nissan og bíllinn eigi ansi margt sameiginlegt með Nissan Navara þá hefur Mercedes Benz þó gert margar jákvæðar breytingar á bílnum, sem farið var yfir með sérfræðingum í Arctic Trucks. Voru þeir heimsóttir til að kynnast þeim 33 og 35 tommu breytingum sem Arctic Trucks ætlar að annast og er allt til reiðu til að þjónusta nýja kaupendur á X-Class í þeim efnum.Glímt við snjóinn, en þar reyndist hann seigur. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Tími jeppa, jepplinga og pallbíla hefur líklega aldrei verið bjartari í heiminum og nú og bílaframleiðendur keppast við að tefla fleiri bílum fram til að svara eftirspurninni. Mercedes Benz hefur á síðustu árum fjölgað mjög bílgerðum sínum í jeppa og jepplingaflokki, en hefur fram að þessu ekki teflt fram pallbíl. Það hefur nú breyst og mikið hefur verið fjallað um tilkomu X-Class pallbíls Benz, en hann er nú kominn til Íslands. Tilkoma þessa pallbíls markar þau tímamót að hér er kominn fyrsti pallbíllinn í lúxusflokki frá upphafi, en allir bílar Mercedes Benz falla í lúxusflokk.Bíllinn prófaður á SuðurlandinuAskja bauð greinarritara og öðrum bílablaðamönnum að reyna þennan nýja og spennandi bíl fyrir skömmu á Suðurlandinu og þar var honum boðið uppá torfærur og heilmikinn snjó til að glíma við. Reyndist hann afar dugandi bíll sem einstaklega gaman er að leika sér á við erfiðar aðstæður. Bíllinn er með hátt og lágt drif sem gagnaðist vel í slarkinu og flestir X-Class bílar sem Askja mun flytja inn verða að auki með splittað drif að aftan, en fyrstu bílarnir sem komnir eru til landsins fengust þó ekki þannig búnir. Þessir bílar er með 190 hestafla og 2,3 lítra og fjögurra strokka dísilvél sem togar 450 Nm. Benz framleiðir einnig bílinn með 163 hestafla útgáfu þessarar vélar og heitir bíllinn þá X 220d og bílarnir sem prófaðir voru bera stafina X 250d. Með þessari stærri vél er X-Class 10,9 sekúndur í hundraðið en tveimur sekúndum seinni með aflminni vélinni.Burðargetan yfir tonn og 3.500 kg dráttargetaÞað eru þó ekki þessar tölur sem mesta athygli vekja, bíllinn er fær um að bera meira en tonn á pallinum og draga 3.500 kg aftanívagn. Þarna er því því kominn heilmikill vinnuhestur. En talandi um vinnuhest þá er það ekki það fyrsta sem ökumanni dettur í hug þegar hann situr í bílnum og horfir yfir glæsta innréttingu hans, enda eins og áður segir er hér lúxusbíll á ferð. Hann skynjast líka sem lúxusbíll við aksturinn og gormafjöðrunin að aftan eykur mjög við akstursgæðin. Þó svo að þessi X-Class sé framleiddur í samstarfi við Nissan og bíllinn eigi ansi margt sameiginlegt með Nissan Navara þá hefur Mercedes Benz þó gert margar jákvæðar breytingar á bílnum, sem farið var yfir með sérfræðingum í Arctic Trucks. Voru þeir heimsóttir til að kynnast þeim 33 og 35 tommu breytingum sem Arctic Trucks ætlar að annast og er allt til reiðu til að þjónusta nýja kaupendur á X-Class í þeim efnum.Glímt við snjóinn, en þar reyndist hann seigur.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent