Subaru brillerar í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2018 10:41 Subaru Forester er traustur bíll í snjónum. Subaru bílar hafa á síðustu árum selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum og mikill og stöðugur vöxtur verið í sölu þeirra á hverju ári. Nýliðið ár var engin undantekning á því þar sem Subaru seldi alls 647.956 bíla þar. Nýliðinn desember var besti sölumánuður Subaru vestanhafs frá upphafi og seldi fyrirtækið þá 63.342 bíla, eða nálægt því 10% af heildarsölu ársins. Forvitnilegt er að bera saman sölu Subaru bíla í Evrópu og í Bandaríkjunum, en árið 2016 seldust 37.189 Subaru bílar í Evrópu, eða ríflega 17 sinnum færri bílar en seldust í fyrra í Bandaríkjunum. Reyndar er staðreyndin sú að tveir af hverjum þremur bílum (67,1%) sem Subaru framleiðir er seldur í Bandaríkjunum en aðeins 4,6% í Evrópu. Árið 2010 voru Bandaríkin með 48,3% og Evrópa 8,5%. Salan í Asíu er 23,1% af heildarsölunni. Það hefur gagnast Subaru mjög hvernig samsetning bílgerða þeirra er og bílar eins og Outback, Forester og XV hafa runnið út líkt og jepplingar annarra bílaframleiðenda. Sömu sögu er ekki að segja um fólksbíla Subaru, nema nýja gerð Impreza bílsins, en sala Impreza jókst um 55% í Bandaríkjunum í fyrra. Legacy, BRZ og WRX/STI seldust hinsvegar ver í fyrra en árið á undan. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
Subaru bílar hafa á síðustu árum selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum og mikill og stöðugur vöxtur verið í sölu þeirra á hverju ári. Nýliðið ár var engin undantekning á því þar sem Subaru seldi alls 647.956 bíla þar. Nýliðinn desember var besti sölumánuður Subaru vestanhafs frá upphafi og seldi fyrirtækið þá 63.342 bíla, eða nálægt því 10% af heildarsölu ársins. Forvitnilegt er að bera saman sölu Subaru bíla í Evrópu og í Bandaríkjunum, en árið 2016 seldust 37.189 Subaru bílar í Evrópu, eða ríflega 17 sinnum færri bílar en seldust í fyrra í Bandaríkjunum. Reyndar er staðreyndin sú að tveir af hverjum þremur bílum (67,1%) sem Subaru framleiðir er seldur í Bandaríkjunum en aðeins 4,6% í Evrópu. Árið 2010 voru Bandaríkin með 48,3% og Evrópa 8,5%. Salan í Asíu er 23,1% af heildarsölunni. Það hefur gagnast Subaru mjög hvernig samsetning bílgerða þeirra er og bílar eins og Outback, Forester og XV hafa runnið út líkt og jepplingar annarra bílaframleiðenda. Sömu sögu er ekki að segja um fólksbíla Subaru, nema nýja gerð Impreza bílsins, en sala Impreza jókst um 55% í Bandaríkjunum í fyrra. Legacy, BRZ og WRX/STI seldust hinsvegar ver í fyrra en árið á undan.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent