Árangur af heilbrigðiskerfi Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvernig á að meta árangur af heilbrigðiskerfi? Mér hefur orðið það ljóst á mínum fyrstu dögum í embætti að hugsanlegir mælikvarðar eru fjölmargir og enginn hafinn yfir vafa. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að við séum sem mest sammála um það hvaða mælikvarða skuli leggja til grundvallar í því mati. Aukin útgjöld úr ríkissjóði til kerfisins duga ekki ein og sér sem mælikvarði heldur eru þeir miklu fleiri og margþættari. Í samanburði OECD-ríkja kemur fram að langmest fjármagn rennur til heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum en þar ríkir jafnframt mikill ójöfnuður og stór hluti þjóðarinnar hefur tæpast aðgang að heilbrigðisþjónustu. Mælikvarðar sem má líta til eru til að mynda mælikvarðar sem taka á gæðum þjónustunnar, árangri hennar, samsetningu starfsfólksins, aðstæðum þess, kjörum og möguleikum til starfsþróunar. Málefni sem lúta að mönnun heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru kannski þau sem oftast eru nefnd þegar áskoranir eru ræddar til framtíðar. Einnig má nefna stöðuna að því er varðar aðgengi að þjónustu, þ.e. jafnræði að því er varðar búsetu. Mér er þó efst í huga einmitt núna sú þróun í íslenska heilbrigðiskerfinu sem hefur aldrei verið tekin ein stór ákvörðun um. Það er sú staðreynd að það hefur orðið ákveðin gliðnun á milli opinbera kerfisins annars vegar og hins vegar eins og sjálfkrafa flæðis út úr ríkissjóði í tiltekna stóra þætti kerfisins án þess að um það hafi beinlínis verið tekin ákvörðun. Það eru tilteknar minni ákvarðanir á undanförnum árum og áratugum sem hafa leitt okkur í þær áttir. Kjarni málsins er sá að nú stendur vilji stjórnvalda til þess að snúa vörn í sókn í þágu opinbera kerfisins. Við viljum styrkja innviði þess með jöfnuð að leiðarljósi. Það er mín von að við getum, í nýrri heilbrigðisstefnu, sett saman skýra framtíðarsýn í þessum mikilvæga málaflokki til lengri framtíðar og fengið slíka sýn rædda og samþykkta á Alþingi áður en langt um líður. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hvernig á að meta árangur af heilbrigðiskerfi? Mér hefur orðið það ljóst á mínum fyrstu dögum í embætti að hugsanlegir mælikvarðar eru fjölmargir og enginn hafinn yfir vafa. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að við séum sem mest sammála um það hvaða mælikvarða skuli leggja til grundvallar í því mati. Aukin útgjöld úr ríkissjóði til kerfisins duga ekki ein og sér sem mælikvarði heldur eru þeir miklu fleiri og margþættari. Í samanburði OECD-ríkja kemur fram að langmest fjármagn rennur til heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum en þar ríkir jafnframt mikill ójöfnuður og stór hluti þjóðarinnar hefur tæpast aðgang að heilbrigðisþjónustu. Mælikvarðar sem má líta til eru til að mynda mælikvarðar sem taka á gæðum þjónustunnar, árangri hennar, samsetningu starfsfólksins, aðstæðum þess, kjörum og möguleikum til starfsþróunar. Málefni sem lúta að mönnun heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru kannski þau sem oftast eru nefnd þegar áskoranir eru ræddar til framtíðar. Einnig má nefna stöðuna að því er varðar aðgengi að þjónustu, þ.e. jafnræði að því er varðar búsetu. Mér er þó efst í huga einmitt núna sú þróun í íslenska heilbrigðiskerfinu sem hefur aldrei verið tekin ein stór ákvörðun um. Það er sú staðreynd að það hefur orðið ákveðin gliðnun á milli opinbera kerfisins annars vegar og hins vegar eins og sjálfkrafa flæðis út úr ríkissjóði í tiltekna stóra þætti kerfisins án þess að um það hafi beinlínis verið tekin ákvörðun. Það eru tilteknar minni ákvarðanir á undanförnum árum og áratugum sem hafa leitt okkur í þær áttir. Kjarni málsins er sá að nú stendur vilji stjórnvalda til þess að snúa vörn í sókn í þágu opinbera kerfisins. Við viljum styrkja innviði þess með jöfnuð að leiðarljósi. Það er mín von að við getum, í nýrri heilbrigðisstefnu, sett saman skýra framtíðarsýn í þessum mikilvæga málaflokki til lengri framtíðar og fengið slíka sýn rædda og samþykkta á Alþingi áður en langt um líður. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun