Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2018 20:15 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Nýja ferjan er nú í smíðum í skipasmíðastöðinni Crist í Gdynia í Póllandi en áformað er að hún komi til landsins síðsumars. Bæjarstjórnin í Eyjum hefur nú fengið veður af því að til standi að Vestmannaeyjaferjan fái nýtt nafn. „Það kom svolítið aftan að okkur. Við höfðum ekki hugmynd um að það væru uppi einhver áform um að breyta um nafn á ferjunni,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Raunar er málið komið svo langt að það er byrjað að nota nýja nafnið. „Það er náttúrlega verið að smíða þetta skip og það þarf að skrá það og skrá vélar og parta í það. Þannig að það þarf að fá nafn og nafnið sem þeir eru byrjaðir að nota er nafnið Vilborg. En að sjálfsögðu getur eigandinn bara ráðið því hvað hann kallar skipið.“ -Þannig að óbreyttu, þá mun hún heita Vilborg? „Að óbreyttu mun hún heita Vilborg. Það er svona það sem smíðanefndin hefur ákveðið. En smíðanefndin ein og sér ræður þessu ekki. Það er væntanlega ráðherra sem tekur endanlega afstöðu,“ svarar bæjarstjórinn.Svona mun nýja ferjan lita út, samkvæmt tölvugerðri mynd frá skipasmíðastöðinni.Forn sögn er um að dóttir landnámsmannsins Herjólfs hafi heitið Vilborg. „Maður skilur alveg þessi rök sem þarna liggja til grundvallar. Þetta er ný kynslóð. Þetta er annarskonar þjónusta heldur en hingað til hefur verið veitt. Og mörgum, sérstaklega af yngri kynslóðinni, finnst kannski komin ástæða til að feðraveldið gefið eitthvað eftir og að ný Vestmannaeyjaferja heiti kvenmannsnafni. En kannski er það til marks um hvað ég er orðinn gamall, bráðum hálfrar aldar, að sjálfur er ég nú hrifnastur af nafninu Herjólfur og hefði gjarnan viljað halda því.“ Elliði segir búist við því að nýja ferjan komi til Íslands í lok ágúst eða byrjun september. „Svona persónulega fyndist mér eðlilegt að það yrði leitað til bæjarbúa um hvað þeim finnst að ferjan eigi að heita. Mig grunar að þetta íhaldssama samfélag myndi velja nafnið Herjólf.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Nýja ferjan er nú í smíðum í skipasmíðastöðinni Crist í Gdynia í Póllandi en áformað er að hún komi til landsins síðsumars. Bæjarstjórnin í Eyjum hefur nú fengið veður af því að til standi að Vestmannaeyjaferjan fái nýtt nafn. „Það kom svolítið aftan að okkur. Við höfðum ekki hugmynd um að það væru uppi einhver áform um að breyta um nafn á ferjunni,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Raunar er málið komið svo langt að það er byrjað að nota nýja nafnið. „Það er náttúrlega verið að smíða þetta skip og það þarf að skrá það og skrá vélar og parta í það. Þannig að það þarf að fá nafn og nafnið sem þeir eru byrjaðir að nota er nafnið Vilborg. En að sjálfsögðu getur eigandinn bara ráðið því hvað hann kallar skipið.“ -Þannig að óbreyttu, þá mun hún heita Vilborg? „Að óbreyttu mun hún heita Vilborg. Það er svona það sem smíðanefndin hefur ákveðið. En smíðanefndin ein og sér ræður þessu ekki. Það er væntanlega ráðherra sem tekur endanlega afstöðu,“ svarar bæjarstjórinn.Svona mun nýja ferjan lita út, samkvæmt tölvugerðri mynd frá skipasmíðastöðinni.Forn sögn er um að dóttir landnámsmannsins Herjólfs hafi heitið Vilborg. „Maður skilur alveg þessi rök sem þarna liggja til grundvallar. Þetta er ný kynslóð. Þetta er annarskonar þjónusta heldur en hingað til hefur verið veitt. Og mörgum, sérstaklega af yngri kynslóðinni, finnst kannski komin ástæða til að feðraveldið gefið eitthvað eftir og að ný Vestmannaeyjaferja heiti kvenmannsnafni. En kannski er það til marks um hvað ég er orðinn gamall, bráðum hálfrar aldar, að sjálfur er ég nú hrifnastur af nafninu Herjólfur og hefði gjarnan viljað halda því.“ Elliði segir búist við því að nýja ferjan komi til Íslands í lok ágúst eða byrjun september. „Svona persónulega fyndist mér eðlilegt að það yrði leitað til bæjarbúa um hvað þeim finnst að ferjan eigi að heita. Mig grunar að þetta íhaldssama samfélag myndi velja nafnið Herjólf.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45