Fyrsti rafmagnsbíll Volvo á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2018 16:16 Volvo 40.2 Concept, en rafmagnsbíllinn á að taka litlum útlitsbreytingum frá honum. Volvo er ekki að hangsa við hlutina þessa dagana og hefur kynnt hvern snilldarbílinn á fætur öðrum síðustu misserin og ætlar að bæta við sínum fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl strax á næsta ári. Hann verður á stærð við S40 og V40 bílana og háfættur, en með coupe-lagi. Bíllinn verður byggður á hugmyndabílnum 40.2 Concept og mun breytast mjög lítið í útliti. Það er hið breska Autocar bílatímarit sem þykist hafa fyrir þessu öruggar heimildir. Bíllinn á að hafa drægi uppá 500 kílómetra í sinni langdrægustu mynd en einnig verður boðið uppá útfærslur með minna drægi og með lægri verðmiða. Bíllinn á að henta mörgum, bæði hvað efni varðar og hve mikla kröfu kaupendur hafi um drægni hans. Öflugasta og langdrægasta gerðin verði einnig mjög vel búin lúxusbúnaði og það mun væntanlega endurspeglast í verðinu, en aðrar gerðir verði á mun viðráðanlegu verði. Volvo segist vera á fullu að þróa bílinn, hafi verið að vinna að honum síðustu 2-3 ár og muni sýna hann á næsta ári. Á næsta ári ætlar Volvo að bjóða allar sínar bílgerðir með rafmótorum til aðstoðar brunavél, sem og þennan nýja alrafdrifna bíl. Umhverfismál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent
Volvo er ekki að hangsa við hlutina þessa dagana og hefur kynnt hvern snilldarbílinn á fætur öðrum síðustu misserin og ætlar að bæta við sínum fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl strax á næsta ári. Hann verður á stærð við S40 og V40 bílana og háfættur, en með coupe-lagi. Bíllinn verður byggður á hugmyndabílnum 40.2 Concept og mun breytast mjög lítið í útliti. Það er hið breska Autocar bílatímarit sem þykist hafa fyrir þessu öruggar heimildir. Bíllinn á að hafa drægi uppá 500 kílómetra í sinni langdrægustu mynd en einnig verður boðið uppá útfærslur með minna drægi og með lægri verðmiða. Bíllinn á að henta mörgum, bæði hvað efni varðar og hve mikla kröfu kaupendur hafi um drægni hans. Öflugasta og langdrægasta gerðin verði einnig mjög vel búin lúxusbúnaði og það mun væntanlega endurspeglast í verðinu, en aðrar gerðir verði á mun viðráðanlegu verði. Volvo segist vera á fullu að þróa bílinn, hafi verið að vinna að honum síðustu 2-3 ár og muni sýna hann á næsta ári. Á næsta ári ætlar Volvo að bjóða allar sínar bílgerðir með rafmótorum til aðstoðar brunavél, sem og þennan nýja alrafdrifna bíl.
Umhverfismál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent