Viðkvæmir eru varaðir við því að horfa á þetta myndband og átti leikarinn sjálfur nokkuð erfitt með það.
Sjötta Mission Impossible-myndin hefur fengið nafnið Fallout en hún verður frumsýnd í júlí næstkomandi. Ekki hefur verið gefið upp mikið upp um söguþráð myndarinnar, annað en að Ethan Hunt, leikinn af Tom Cruise, og félagar þurfa að leysa eitthvað ótrúlega erfitt verkefni.
Leikstjórinn Christopher McQuarrie er sá sem fer fyrir þessari mynd líkt og þeirri sjöttu en á meðal aðalleikara hennar eru Henry Cavill, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Superman, Rebecca Ferguson, Alec Baldwin og Simon Pegg.