Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. janúar 2018 11:11 Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri, var valin besti leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í Utah, Bandaríkjunum. Vísir/Ísold Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri, segir að það hafi verið svo mikil upphefð að hafa komist á Sundance-kvikmyndahátíðina að það hafi ekki hvarflað að henni að hún yrði valin besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda á hátíðinni fyrir kvikmyndina sína Andið eðlilega. Ísold var himinlifandi þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. Leikhópur kvikmyndarinnar Andið eðlilega fylgdi Ísold til Utah á hátíðina og var viðstaddur þegar Ísold hlaut hin mikils virtu verðlaun. Breytir það ekki öllu að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíð af þessari stærðargráðu?„Jú, ég náttúrulega hef aldrei unnið til verðlauna fyrir mynd í fullri lengd, það er að segja þetta er fyrsta myndin mín í fullri lengd og fyrsta hátíðin þannig að það kemur allt í ljós hvaða þýðingu þetta hefur. Fyrir mig sjálfa þá var bara ótrúlegt að komast á þessa hátíð. Það var eitthvað svo fjarlægt að geta unnið til verðlauna og hvað þá sem besti leikstjórinn, það var eitthvað svo fjarlægur draumur og það er magnað að það hafi gerst!“Aðstandendur kvikmyndarinnar voru himinlifandi með verðlaunin.Vísir/afpAndið eðlilega hverfist um tvær konur sem báðar eru á erfiðum stað í lífinu. Önnur er flóttakona frá Gíneu-Bissá og hin er móðir í kröggum sem vinnur á Leifsstöð. Ísold leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Kristín Þóra Halldórsdóttir og Babetida Sadjo fara með aðalhlutverkin. „Ég byrjaði að skrifa handritið 2012. Mér fannst ég vera að lesa margar átakanlegar sögur og fannst einhvern veginn borðleggjandi að ég sem kvikmyndaleikstjóri gerði mynd sem tengdist málefninu og þá fyrir vikið þá mætti ég á ýmsa fyrirlestra og las allt sem ég gat lesið og fór út í rannsóknarvinnu sjálf,“ segir Ísold þegar hún spurð hvort málefni flóttafólks væri henni ofarlega í huga.Andið eðlilega kemur í kvikmyndahús hér á landi um mánaðamótin febrúar og mars. Það er margt spennandi fram undan hjá leikstjóranum en Ísold heldur til Gautaborgar eftir fáeina daga og keppir um Drekaverðlaunin. Á föstudag verður Evrópufrumsýning myndarinnar á kvikmyndahátíðinni. „Maður er svo lengi að undirbúa svona bíómynd og svo loksins þegar hún er tilbúin er maður á fullu að undirbúa frumsýninguna fyrir Sundance og svo núna þegar hún er afstaðin var ég eiginlega ekki búin að hugsa lengra. Það er dálítill spuni í framhaldinu,“ segir Ísold. Þegar Ísold er spurð hvort hún hafi kannski ekki búist við því að vinna skellir hún upp úr og svarar: „Nei, mér datt það bara ekki í hug.“Hér að neðan er hægt að sjá brot úr myndinni Andið eðlilega. Tengdar fréttir Andið eðlilega í aðalkeppni á Sundance Annað skipti sem íslensk mynd ratar þangað. 29. nóvember 2017 22:28 Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Sjá meira
Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri, segir að það hafi verið svo mikil upphefð að hafa komist á Sundance-kvikmyndahátíðina að það hafi ekki hvarflað að henni að hún yrði valin besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda á hátíðinni fyrir kvikmyndina sína Andið eðlilega. Ísold var himinlifandi þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. Leikhópur kvikmyndarinnar Andið eðlilega fylgdi Ísold til Utah á hátíðina og var viðstaddur þegar Ísold hlaut hin mikils virtu verðlaun. Breytir það ekki öllu að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíð af þessari stærðargráðu?„Jú, ég náttúrulega hef aldrei unnið til verðlauna fyrir mynd í fullri lengd, það er að segja þetta er fyrsta myndin mín í fullri lengd og fyrsta hátíðin þannig að það kemur allt í ljós hvaða þýðingu þetta hefur. Fyrir mig sjálfa þá var bara ótrúlegt að komast á þessa hátíð. Það var eitthvað svo fjarlægt að geta unnið til verðlauna og hvað þá sem besti leikstjórinn, það var eitthvað svo fjarlægur draumur og það er magnað að það hafi gerst!“Aðstandendur kvikmyndarinnar voru himinlifandi með verðlaunin.Vísir/afpAndið eðlilega hverfist um tvær konur sem báðar eru á erfiðum stað í lífinu. Önnur er flóttakona frá Gíneu-Bissá og hin er móðir í kröggum sem vinnur á Leifsstöð. Ísold leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Kristín Þóra Halldórsdóttir og Babetida Sadjo fara með aðalhlutverkin. „Ég byrjaði að skrifa handritið 2012. Mér fannst ég vera að lesa margar átakanlegar sögur og fannst einhvern veginn borðleggjandi að ég sem kvikmyndaleikstjóri gerði mynd sem tengdist málefninu og þá fyrir vikið þá mætti ég á ýmsa fyrirlestra og las allt sem ég gat lesið og fór út í rannsóknarvinnu sjálf,“ segir Ísold þegar hún spurð hvort málefni flóttafólks væri henni ofarlega í huga.Andið eðlilega kemur í kvikmyndahús hér á landi um mánaðamótin febrúar og mars. Það er margt spennandi fram undan hjá leikstjóranum en Ísold heldur til Gautaborgar eftir fáeina daga og keppir um Drekaverðlaunin. Á föstudag verður Evrópufrumsýning myndarinnar á kvikmyndahátíðinni. „Maður er svo lengi að undirbúa svona bíómynd og svo loksins þegar hún er tilbúin er maður á fullu að undirbúa frumsýninguna fyrir Sundance og svo núna þegar hún er afstaðin var ég eiginlega ekki búin að hugsa lengra. Það er dálítill spuni í framhaldinu,“ segir Ísold. Þegar Ísold er spurð hvort hún hafi kannski ekki búist við því að vinna skellir hún upp úr og svarar: „Nei, mér datt það bara ekki í hug.“Hér að neðan er hægt að sjá brot úr myndinni Andið eðlilega.
Tengdar fréttir Andið eðlilega í aðalkeppni á Sundance Annað skipti sem íslensk mynd ratar þangað. 29. nóvember 2017 22:28 Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Sjá meira
Andið eðlilega í aðalkeppni á Sundance Annað skipti sem íslensk mynd ratar þangað. 29. nóvember 2017 22:28
Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30
Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50