Ólafía á enn möguleika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2018 10:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á enn möguleika á að komast áfram á lokahring Pure Silk LPGA-mótsins sem fer á Bahama-eyjum þessa helgina. Afar vindasamt hefur verið á eyjunum um helgina og þurfti að fresta leik á föstudagsmorgun og var ekki hægt að hefja leik á ný fyrr en um miðjan dag í gær. Kylfingar fóru því síðar út en áætlað var og var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára. Hún var búin með tólf holur þegar leik var aflýst og var þá á fjórum höggum yfir pari, átta yfir samtals. Hún átti fremur erfitt uppdráttar eins og fleiri í gær. Hún hóf leik á tíundu holu og byrjaði á að fá skolla á fyrstu tveimur holunum og fjórum alls á fyrri níu holunum sínum. Hún fékk skolla á annarri holu, sinni elleftu, en lauk svo deginum á jákvæðum nótum er hún náði sér í eina fugl dagsins á þriðju holu. Hún er sem stendur í 83.-90. sæti en efstu 70 kylfingarnir komast áfram og fá að keppa á lokahringnum í dag. Þeir kylfingar sem áttu eftir að ljúka keppni í gær hefja leik í dag klukkan 13.00. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á enn möguleika á að komast áfram á lokahring Pure Silk LPGA-mótsins sem fer á Bahama-eyjum þessa helgina. Afar vindasamt hefur verið á eyjunum um helgina og þurfti að fresta leik á föstudagsmorgun og var ekki hægt að hefja leik á ný fyrr en um miðjan dag í gær. Kylfingar fóru því síðar út en áætlað var og var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára. Hún var búin með tólf holur þegar leik var aflýst og var þá á fjórum höggum yfir pari, átta yfir samtals. Hún átti fremur erfitt uppdráttar eins og fleiri í gær. Hún hóf leik á tíundu holu og byrjaði á að fá skolla á fyrstu tveimur holunum og fjórum alls á fyrri níu holunum sínum. Hún fékk skolla á annarri holu, sinni elleftu, en lauk svo deginum á jákvæðum nótum er hún náði sér í eina fugl dagsins á þriðju holu. Hún er sem stendur í 83.-90. sæti en efstu 70 kylfingarnir komast áfram og fá að keppa á lokahringnum í dag. Þeir kylfingar sem áttu eftir að ljúka keppni í gær hefja leik í dag klukkan 13.00. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira