Framlenging er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem farið er snöggt yfir helstu atvik liðinnar umferðar í Domino's deild karla.
Að þessu sinni voru umræðuefnin meðal annars gengi KR í deildinni í vetur en þar voru þeir Kristinn og Fannar ósammála. Kristinn vildi meina að KR væru í miklu veseni og skorti blóðbragð en Fannar tók ekki vel í það.
„Vegna þess að þú ert sigurvegari þá ætla ég að leyfa þér að njóta vafans núna og búast við því að þú sért að bulla,“ sagði Fannar við Kristinn.
Horfðu á alla klippuna í spilaranum hér fyrir ofan.
